Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir að fyrirtækinu verði að óbreyttu lokað í sumar og engin starfsemi verði í Hvalstöðinni í Hvalfirði. Hann hafi gefist upp í baráttunni við skrifræði embættismanna í Japan.
Fluttar voru út hvalaafurðir til Japans frá Íslandi á árunum 2010 til 2015 fyrir um 7,7 milljarða króna, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag að fyrirhuguð lokun í Hvalfirði sé sorgartíðindi.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að þrátt fyrir tilraunir ráðuneytisins hafi ekki tekist að þoka málum Hvals hf. áleiðis í Japan.