Fá ekki að selja útlendingum bústað

Helgistaður þjóðarinnar. Þingvellir hafa gífurlegt aðdráttarafl fyrir innlenda sem erlenda …
Helgistaður þjóðarinnar. Þingvellir hafa gífurlegt aðdráttarafl fyrir innlenda sem erlenda ferðamenn. mbl.is/Styrmir Kári

Þing­valla­nefnd hef­ur hafnað beiðni eldri ís­lenskra hjóna um að fá að selja sum­ar­bú­stað sem þau eiga í landi Kár­astaða á Þing­völl­um til banda­rískra hjóna.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Morg­un­blaðsins gerðu banda­rísku hjón­in til­boð í bú­staðinn sem hljóðaði upp á ná­lægt 35 millj­ón­um króna, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Ástæða synj­un­ar Þing­valla­nefnd­ar var sú, sam­kvæmt því sem Sigrún Magnús­dótt­ir, um­hverf­is­ráðherra og formaður Þing­valla­nefnd­ar, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið, að banda­rísku hjón­in búa ekki á Evr­ópska efna­hags­svæðinu, auk þess sem það er yf­ir­lýst stefna Þing­valla­nefnd­ar að fækka sum­ar­bú­stöðum inn­an þjóðgarðsins. Nefnd­in heim­il­ar aðeins að bú­staðir séu seld­ir ætt­ingj­um, eða renni til erf­ingja.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert