Erlendir ferðamenn slösuðust þegar bíll þeirra valt nálægt Stykkishólmi. Slysið varð upp úr klukkan 15 og eru lögreglan og sjúkrabíll á vettvangi.
Ekki er vitað hversu alvarlegt slysið var að svo stöddu en þyrla Landhelgisgæslunnar var sett í viðbragðsstöðu.