Heimir Örn Hólmarsson, rafmagnstæknifræðingur að mennt og með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM), hefur ákveðið að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands.
Í fréttatilkynningu frá Heimi Erni kemur fram að hann hafi starfað í fluggeiranum í 10 ár í störfum sem hafa í senn verið tæknilega og lagalega krefjandi og öðlast þaðan töluverða reynslu á alþjóðavettvangi.