„Slakasta löndunargengi í Evrópu“

Stjórn og yfirmenn Rio Tinto Alcan ferma skip í Straumsvík.
Stjórn og yfirmenn Rio Tinto Alcan ferma skip í Straumsvík. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Gylfi Ingvarssson, talsmaður starfsmanna í Straumsvík, er lítt hrifinn af ákvörðun stjórnenda álversis í Straumsvík að ganga í störf hafnarverkamanna sem eru í verkfalli.

„Það má segja að þetta sé dýrasta og slakasta löndunargengi í Evrópu. Þau afköstuðu á einum degi svipað og alvöru gengi í Straumsvík gerði á einum klukkutíma,“ segir Gylfi og nefnir sérstaklega „milljónadrottningarnar“ Rannveigu Rist, forstjóra Rio Tinto Alcan á Íslandi, og Katrínu Pétursdóttur, forstjóra Lýsis og stjórnarmanns í Rio Tinto. 

Samkvæmt Ólafi Teiti Guðnasyni, upplýsingafulltrúa Rio Tinto Alcan á Íslandi, náðist að lesta ríflega helmingi þess áls sem venjulega kemst í skipið. 

Fyrirmæli að utan 

„Mér finnst þau setja sig mjög niður við þetta. Þetta eru bara fyrirmæli að utan, þau ráða ekkert ferðinni. Ég hef trú á því að þau séu með óbragð í munninum," segir Gylfi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert