Vigfús Bjarni fer í forsetann

Vigfús Bjarni Albertsson á Hótel Borg í dag ásamt fjölskyldu …
Vigfús Bjarni Albertsson á Hótel Borg í dag ásamt fjölskyldu sinni. mbl.is/Árni Sæberg

Vig­fús Bjarni Al­berts­son, sjúkra­húsprest­ur á Land­spít­al­an­um, hef­ur ákveðið að gefa kost á sér í embætti for­seta Íslands í kosn­ing­un­um síðar á ár­inu. Þetta til­kynnti hann á Hót­el Borg í Reykja­vík í dag þar sem hon­um voru af­hent­ar 500 und­ir­skrift­ir fólks sem skorað hef­ur á hann að gefa kost á sér í embættið.

„Ég veit að ég hef hug­rekki til að ganga inn í þess­ar aðstæður og tala upp­hátt,“ sagði Vig­fús þegar hann tók við und­ir­skrift­un­um ásamt eig­in­konu sinni Val­dísi Ösp. Vig­fús flutti er­indi þar sem hann ræddi meðal ann­ars um kyn­slóðirn­ar sem ættu eft­ir að erfa landið og reynslu sína sem starfsmaður Land­spít­al­ans.

Sagði hann for­seta­embættið eiga að minna á það sem sé sam­eig­in­legt í þjóðarsál­inni, dugnað, þraut­seigju og sköp­un­ar­gáfu. Á þess þó að boða það að Íslend­ing­ar væru betri en annað fólk. Fyr­ir­tæki, vinn­andi fólk og mennta­stofn­an­ir væru stöðugt að búa til verðmæti. Eðli­legt væri að embættið aðstoðaði við slíka upp­bygg­ingu. Bæði hér heima og er­lend­is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert