Vigfús Bjarni fer í forsetann

Vigfús Bjarni Albertsson á Hótel Borg í dag ásamt fjölskyldu …
Vigfús Bjarni Albertsson á Hótel Borg í dag ásamt fjölskyldu sinni. mbl.is/Árni Sæberg

Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur á Landspítalanum, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti forseta Íslands í kosningunum síðar á árinu. Þetta tilkynnti hann á Hótel Borg í Reykjavík í dag þar sem honum voru afhentar 500 undirskriftir fólks sem skorað hefur á hann að gefa kost á sér í embættið.

„Ég veit að ég hef hugrekki til að ganga inn í þessar aðstæður og tala upphátt,“ sagði Vigfús þegar hann tók við undirskriftunum ásamt eiginkonu sinni Valdísi Ösp. Vigfús flutti erindi þar sem hann ræddi meðal annars um kynslóðirnar sem ættu eftir að erfa landið og reynslu sína sem starfsmaður Landspítalans.

Sagði hann forsetaembættið eiga að minna á það sem sé sameiginlegt í þjóðarsálinni, dugnað, þrautseigju og sköpunargáfu. Á þess þó að boða það að Íslendingar væru betri en annað fólk. Fyrirtæki, vinnandi fólk og menntastofnanir væru stöðugt að búa til verðmæti. Eðlilegt væri að embættið aðstoðaði við slíka uppbyggingu. Bæði hér heima og erlendis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka