Flutningaskip komið í Straumsvík

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Flutningaskip hefur lagst að bryggju í Straumsvík og er byrjað að losa úr því farminn.

Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, reiknar með því að stjórnendur Rio Tinto Alcan á Íslandi hefji útskipun á áli seinni partinn á morgun.

Þeir hafa gengið í störf hafnarverkamanna að undanförnu vegna verkfalls þeirra sem hófst 24. febrúar síðastliðinn.

„Það er enginn fundur kominn á dagskrá en vonandi fara menn að spýta í lófana,“ segir Kolbeinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert