Rannsókn á upptökum eldsvoðans ekki hafin

Tjónið er töluvert.
Tjónið er töluvert. mbl.is/Eggert

Slökkviliðið hefur lokið störfum við Grettisgötu 87 þar sem kviknaði í í gærkvöldi. Mannskapur var á staðnum í alla nótt og þar til í morgun þegar klárað var að dæla úr kjallara hússins.

Að sögn blaðamanns mbl.is á staðnum tók meiri tíma að dæla en búist var við vegna þess að lagnir í húsinu höfðu farið í sundur. Í kjallaranum eru bæði geymdir bílar og hjólhýsi en ekki liggja fyrir upplýsingar um vatnstjón. 

Lögregla hefur nú tekið við stjórn á vettvangi.

Rannsókn á eldsupptökum er ekki hafin en ekki er talið óhætt að fara inn í húsið vegna mögulegs hruns úr þaki þess.

Slökkvilið og tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu funda klukkan 11 í dag og þá verða teknar ákvarðanir um næstu skref.

Ekki er talið öruggt að fara inn í húsið að …
Ekki er talið öruggt að fara inn í húsið að svo stöddu. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert