Hjálpa þeim sem misstu allt

Húsið skemmdist töluvert í eldinum.
Húsið skemmdist töluvert í eldinum. mbl.is/Eggert

Stofnaður hefur verið söfnunarreikningur til styrktar þeirra þriggja sem misstu allt í brunanum á Grettisgötu fyrr í vikunni. Þá stendur einnig til að halda fatamarkað/geymslumarkað og styrktartónleika til þess að aðstoða fólkið.

Eins og fram kom á mbl.is í gær misstu mynd­list­armaður­inn Hall­dór Örn Ragn­ars­son og kær­asta hans Rós Kristjáns­dótt­ir aleiguna í brunanum. Ásamt því að um heim­ili þeirra hafi verið að ræða var vinnu­stofa Hall­dórs í hús­næðinu og seg­ir hann að núna sé ljóst að hann hafi misst meiri­hlut­ann af verk­um und­an­far­inna 2-3 ára til viðbót­ar við mik­inn fjölda lista­verka annarra sam­tíma­lista­manna sem hann hafði sankað að sér. Þá bjó Jón Pálmar Sigurðsson einnig í húsinu og missti allt.

Fyrri frétt mbl.is: „Allt sem ég og Rós áttum er farið“

Í samtali við mbl.is í gær sagði Halldór að það væri erfiðast að missa listaverkin sín.

„Það er sjokk­fa­ktor í dag, en svo er að halda áfram. Það eina sem maður get­ur gert er að halda áfram,“ sagði Hall­dór. „Ég get ekki farið í vinn­una á morg­un eins og venju­legt fólk, þarf að byrja allt upp á nýtt,“ seg­ir hann og bæt­ir við að hann verði lík­lega ekki virk­ur mynd­list­armaður aft­ur fyrr en eft­ir 4-5 mánuði.

31. mars verða haldnir styrktartónleikar á Húrra og samkvæmt Facebook síðu viðburðarins munu vinir og velunnarar spila tónlist og ágóðinn af aðgangseyri og frjáls framlög renna í styrktarsjóð þremenningana.

Þeir sem hafa áhuga á að styrkja fólkið er bent á söfnunarreikning sem hefur verið stofnaður í nafni systur Halldórs, Berglindar Rós Ragnarsdóttur:

515 - 14 - 411299
Kt: 121186-2689

Halldór Ragnarsson missti allt í brunanum á Grettisgötu.
Halldór Ragnarsson missti allt í brunanum á Grettisgötu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert