Rannsókn lokið á áverkum konunnar

Frá Móabarði
Frá Móabarði mbl.is/Golli

Bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar réttarmeinafræðings á áverkum konunnar sem tilkynnt var um árásir á í húsi í Hafnarfirði í febrúar liggja fyrir. Lögreglan veitir ekki upplýsingar um niðurstöðurnar.

Lögreglan hefur engan handtekið og engan grunaðan í Móabarðsmálinu. Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögreglan hafi heldur ekkert í höndunum sem kalli á að varað sé við óþekktum geranda. Allar upplýsingar um mannaferðir á umræddum mánudagsmorgni og sunnudagskvöldi hafi verið kannaðar og átt sér eðlilegar skýringar. Rannsókninni er haldið áfram, samkvæmt upplýsingum Árna Þórs.

Tilkynning sem lögreglan sendi frá sér í febrúar:

„Rann­sókn lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu á tveim­ur al­var­leg­um til­vik­um, sem bein­ast gegn konu í húsi í Móa­barði í Hafnar­f­irði, miðar lítt áfram, en lög­regl­an hef­ur fáar vís­bend­ing­ar að styðjast við. Fyrra til­vikið átti sér stað mánu­dags­morg­un­inn 15. fe­brú­ar um kl. 8, en í kjöl­farið sendi lög­regl­an út svohljóðandi lýs­ingu á ger­and­an­um: Föl­leit­ur maður um 180 sm á hæð, dökklædd­ur og með svarta húfu og svarta hanska. Tal­inn vera á aldr­in­um 35 – 45 ára. Seinna til­vikið átti sér stað sunnu­dags­kvöldið 21. fe­brú­ar um kl. 20. Í bæði skipt­in, með hjálp fjöl­miðla og sam­fé­lags­miðla, var óskað eft­ir upp­lýs­ing­um um manna­ferðir og/​eða annað sem gæti varpað ljósi á málið. Fjöl­marg­ar ábend­ing­ar hafa borist, en þær hafa samt ekki leitt til hand­töku né að ein­hver liggi und­ir grun.

Jafn­framt hef­ur verið rætt við ná­granna kon­unn­ar, sem og fjöl­marga íbúa í hverf­inu, en það hef­ur reynst ár­ang­urs­laust fram til þessa. Rann­sókn­in er samt áfram í full­um gangi enda málið mjög al­var­legt og meðhöndlað sem al­gjört for­gangs­mál hjá embætt­inu. Lög­regl­an veit af áhyggj­um íbúa, en biður þá að halda ró sinni og sýna skyn­semi við þess­ar aðstæður. Kon­unni, sem fyr­ir þessu varð, og fjöl­skyldu henn­ar hef­ur verið komið fyr­ir á ör­ugg­um stað. Kon­an er ekki al­var­lega slösuð.

Að síðustu minn­um við á að þeir sem geta veitt upp­lýs­ing­ar um málið, þ.e. mann­inn og ferðir hans, eru vin­sam­leg­ast beðnir um að hafa sam­band við lög­reglu í síma 444 1000, en upp­lýs­ing­um má einnig koma á fram­færi á net­fangið abend­ing@lrh.is eða í einka­skila­boðum á fés­bók­arsíðu Lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu,“ seg­ir á vef lög­regl­unn­ar. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert