Nauðsynlegt að hafa samráð við heimamenn

Nafngift Holuhrauns var í höndum heimamanna í Skútustaðahreppi.
Nafngift Holuhrauns var í höndum heimamanna í Skútustaðahreppi. mbl.is/Sigurður Bogi

Lagaum­hverfi nafn­gifta þegar ný nátt­úru­fyr­ir­brigði verða til hef­ur tekið tölu­verðum breyt­ing­um á síðastliðnum árum og meiri áhersla er nú lögð á sam­starf við heima­menn. Þetta seg­ir Hall­grím­ur J. Ámunda­son, Stofu­stjóri Nafn­fræðisviðs Árna­stofn­un­ar. Mik­ill áhugi er á nafn­gift­um nýrra nátt­úru­fyr­ir­brigða og eru menn fljót­ir að koma með til­lög­ur að ör­nefn­um þegar eld­gos verða.

Hall­grím­ur fjall­ar um Eld­fjöll og ör­nefni á mál­stofu sem hald­in er um ný ör­nefni á hug­vís­indaþingi Há­skóla Íslands á morg­un. Hann seg­ir flas ekki til fagnaðar er kem­ur að nafn­gift­um og að sam­starf við heima­menn sé æski­legt.

„Það voru sett ný lög á alþingi í fyrra um ör­nefni og þá var þessu ferli svo­lítið breytt í sam­ræmi við vilja starfs­hóps­ins sem sá um nafn­gjöf Magna og Móða í gos­inu á Fimm­vörðuhálsi. Nú er nafn­gjöf­in á könnu sveit­ar­fé­lag­anna þannig að heima­menn eiga að koma ríku­lega að mál­inu.“

Sættu sig ekki við Surts­eyj­ar­nafnið

Þannig hafi það ekki alltaf verið og sé ferlið í kring­um nafn­gift Surts­eyj­ar eft­ir gosið 1963 dæmi um hvernig illa hafi verið haldið á mál­um. „Þá var mikið havarí í kring­um nafn­gift Surts­eyj­ar og það var sér­stak­lega heitt milli Vest­manna­ey­inga og þeirra sem réðu. Vest­manna­ey­ing­ar sættu sig alls ekki við Surts­eyj­ar­nafnið og héldu fram nafn­inu Vest­ur­ey. Þeir reyndu líka að kæra málið en það náði ekki fram að ganga,“ seg­ir Hall­grím­ur.

Hann seg­ir nefnd­ina sem fann nöfn á þá Magna og Móða hafa reynt að draga mik­inn lær­dóm af þessu. „Þegar gaus á Fimm­vörðuhálsi þá fór allt sam­fé­lagið á flug við að finna nafn. Það var m.a. hald­in nafna­sam­keppni á Rás 2 þar sem um 600 manns sendu inn til­lögu.“

Hall­grím­ur seg­ir nöfn­in sem bár­ust í sam­keppn­ina mörg hver end­ur­spegla þjóðfé­lags­ástandið á þess­um tíma. „Þetta er í miðju hruni og fólk er svo­lítið upp­tekið af því og er að búa til nöfn sem tengj­ast þeim aðstæðum.“ Mikið hafi til að mynda verið talað um Hrun, sem og  Jó­hönnu og Stein­grím. Á end­an­um hafi síðan verið skipuð nefnd sem vann úr 150 til­lög­um.

 „Menn í þess­um starfs­hópi höfðu það al­veg bak við eyrað hversu illa tókst til með ferlið í kring­um Surts­eyj­a­nafnið þegar ekki var haft sam­ráð við heima­menn.“ Starfs­hóp­ur­inn hafi því gætt þess að hafa ríku­legt sam­ráð við heima­fólk og jarðfræðinga. „Sveita­stjórn­in í Rangárþingi var m.a. feng­in til að skipa full­trúa sem nefnd­in gæti verið í sam­skipt­um við og sem gætu upp­lýst nefnd­ina um staðhætti og fleira.“

Sveita­stjórn­in með um­sjón

Er kom að nafn­gjöf Holu­hrauns núna síðast, þá hafi sveita­stjórn­in í Skútustaðahreppi haft um­sjón með mál­inu og síðan borið það und­ir ör­nefna­nefnd áður en ráðherra staðfesti nafn­gift­ina. „Þannig að þetta er orðið tölu­vert fast­mótaðra núna og með því að setja þetta til baka til sveita­stjórn­anna þá er líka verið að láta heima­menn ráða ferðinni á ný.“ Þetta sé í anda ör­nefna fyrri tíma sem upp komu hjá íbú­um í ná­grenni hvers staðar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert