Magnús Orri býður sig fram

Magnús Orri Schram (t.v.) og Helgi Hjörvar á Alþingi.
Magnús Orri Schram (t.v.) og Helgi Hjörvar á Alþingi. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Magnús Orri Schram, sem var þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í suðvest­ur­kjör­dæmi 2009-2013, mun snemma í dag til­kynna þá ákvörðun sína að bjóða sig fram til for­manns í Sam­fylk­ing­unni.

Þetta hef­ur Morg­un­blaðið eft­ir áreiðan­leg­um heim­ild­um. Helgi Hjörv­ar, formaður þing­flokks Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sendi flokks­fólki bréf hinn 19. fe­brú­ar sl. þar sem hann til­kynnti fram­boð sitt til for­manns flokks­ins.

Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hef­ur ekki enn gefið það upp hvort hann mun sækj­ast eft­ir end­ur­kjöri, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Upp­fært 08:48:

Magnús Orri hef­ur nú opnað heimasíðu þar sem hann staðfest­ir að hann gefi kost á sér til for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Þar seg­ir hann meðal ann­ars:

Ég vil vinna að fram­gangi stjórn­mála­flokks sem lít­ur til sjón­ar­miða beggja við mót­un stefnu sinn­ar. Vel­ferð og jafn rétt­ur allra til þjón­ustu verður ekki til án verðmæta­sköp­un­ar, og frels­is til at­hafna. Á sama hátt bygg­ir sterkt at­vinnu­líf á öfl­ugu vel­ferðar­kerfi og góðri mennt­un. Þetta er kjarni jafnaðar­stefn­unn­ar og að henni vil ég vinna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka