Var með leyfi fyrir skotvopnunum

Skotin hæfðu mann­lausa bif­reið við hús mannsins og gler við …
Skotin hæfðu mann­lausa bif­reið við hús mannsins og gler við úti­h­urð á nær­liggj­andi íbúð. Skapti Hallgrímsson

Maðurinn sem hleypti minnst fjórum skotum af haglabyssu í Naustahverfi á Akureyri í nótt var með leyfi fyrir tveimur skotvopnum að sögn lögreglunnar á Akureyri.

Maður­inn á við and­leg veik­indi að stríða og segir lögregla enn ekki hafa verið tekna ákvörðun um hvort óskað verði eftir gæsluvarðaldi.

Eng­inn slasaðist í skotárás­inni og ekki er talið að at­lag­an hafi beinst gegn nein­um ákveðnum ein­stak­lingi, en skotin hæfðu mann­lausa bif­reið við hús hans og gler við úti­h­urð á nær­liggj­andi íbúð.

Hinn hand­tekni hef­ur ekki áður komið við sögu lög­reglu vegna viðlíka mála og er talið víst að veik­indi hans séu ástæða þess hvernig fór.

Er nú unnið að því að veita mann­in­um viðeig­andi heil­brigðisþjón­ustu, en rann­sókn­ar­deild lög­regl­unn­ar á Ak­ur­eyri fer með rann­sókn máls­ins. 

Umfangsmikil lögregluaðgerð

Til­kynn­ing um að skot­hvell­ir hefðu heyrst frá íbúð fjöl­býl­is­húss­ins barst um klukk­an hálft­vö í nótt. Hófst í kjöl­farið um­fangs­mik­il lög­regluaðgerð og fóru lög­reglu­menn og sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra, sem staðsett er á Ak­ur­eyri, á vett­vang. Al­menn­ir lög­reglu­menn fengu einnig heim­ild til að bera skot­vopn og klædd­ust þeir hlífðarfatnaði.

Fljót­lega var tek­in ákvörðun um að óska eft­ir frek­ari aðstoð og voru þá meðal ann­ars sjö sér­sveit­ar­menn til viðbót­ar send­ir norður með þyrlu Land­helg­is­gæslu Íslands. Þyrl­an var kölluð út klukk­an 02:40.

Maður­inn var hand­tek­inn um klukk­an fimm í morg­un.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert