Kvikmyndaísjaki fældi hesta úr girðingunni

Erna og Diljá birtust í Morgunblaðinu fyrir ári. Diljá situr …
Erna og Diljá birtust í Morgunblaðinu fyrir ári. Diljá situr á Júpíter sem er til hægri, leirljós að lit. mnl.is/Eggert

Aflífa þurfti hestinn Júpíter eftir að hann fótbrotnaði illa. Júpíter og annar hestur í Mývatnssveit trylltust þegar leikmynd úr kvikmyndinni Fast and Furious fauk inn í girðingu þeirra með þeim afleiðingum að þeir hlupu stjórnlaust út í Búrfellshraun.

Þar fótbrotnaði Júpíter svo illa að aflífa þurfti hann á staðnum. Hinn hesturinn er slasaður. Leikmyndin sem fældi hestana var eftirmynd af ísjaka.

Gríðarlega hvasst var í Mývatnssveit um helgina og fuku leikmyndir kvikmyndarinnar víða um sveit. Lá við stórhættu í sleðahundakeppni þegar leikmynd fauk nálægt hundum og farartækjum.

Júpíter birtist á síðum Morgunblaðsins síðasta sumar þegar greint var frá ferð Diljár Héðinsdóttur á hestinum í smalamennsku. Diljá er dóttir Héðins Sverrissonar, sem átti hestinn. Áætlað er að taka Fast and Furious-myndina upp í átta vikur á Mývatni. benedikt@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert