Sema Erla býður sig fram til varaformanns

Sema Erla Serdar gefur kost á sér í embætti varaformanns …
Sema Erla Serdar gefur kost á sér í embætti varaformanns Samfylkingarinnar.

Sema Erla Ser­d­ar, formaður fram­kvæmda­stjórn­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hef­ur ákveðið að bjóða sig fram í embætti vara­for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á lands­fundi flokks­ins sem fram fer í júní n.k. Sema Erla er 29 ára stjórn­mála­fræðing­ur með meist­ara­gráðu í Evr­ópu­fræðum og Evr­ópu­rétti frá Ed­in­borg­ar­há­skóla. Hún er í dag formaður fram­kvæmda­stjórn­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Kópa­vogi.

Í yf­ir­lýs­ingu Semu til fjöl­miðla seg­ir að hún vilji leggja sitt af mörk­um til þess að tryggja að Sam­fylk­ing­in skipi sér áfram fremst í flokki þegar kem­ur að bar­átt­unni fyr­ir sam­fé­lagi sem bygg­ir á grunn­gild­um jafnaðarmanna um frelsi, jafn­rétti og sam­stöðu.

Hún vilji stuðla að því að Sam­fylk­ing­inn haldi áfram bar­átt­unni fyr­ir jöfnuði, rétt­læti og vel­ferð, m.a. með áherslu á upp­bygg­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins, aðgengi­legri hún­sæðismarkað, mál­efni ungra- og barna­fjöl­skyldna sem og ör­yrkja og aldraðra.

Yf­ir­lýs­ingu Semu má lesa í heild sinni hér að neðan.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka