Sigríður Elín hefur hafið afplánun

Sigríður Elín Sigfúsdóttir við aðalmeðferð Ímon-málsins.
Sigríður Elín Sigfúsdóttir við aðalmeðferð Ímon-málsins. mbl.is/Þórður

Sigríður Elín Sigfúsdóttir, fyrrum framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, hefur hafið afplánun vegna dóms sem hún hlaut í Hæstaréttar í Ímon-málinu svokallaða í október á síðasta ári. Elín var ákærð í bæði Ímon-málinu og kaupréttarmáli Landsbankans, en var fyrr í þessum mánuði sýknuð í því síðarnefnda ásamt Sigurjóni Árnasyni, fyrrum bankastjóra bankans.

Í Ímon-málinu var Elín fundin sek um umboðssvik vegna veitingu sjálfskuldarábyrgðar á á lána­samn­ing­um tveggja af­l­ands­fé­laga við Kaupþing. Héldu fé­lög­in utan um kauprétti starfs­manna Lands­bank­ans og voru þau skráð á Panama. Heild­arábyrgðin hljóðaði upp á 6,8 millj­arða. Fékk hún 18 mánaða dóm.

Samkvæmt heimildum mbl.is hóf Elín afplánunina fyrr á þessu ári í fangelsinu á Akureyri, en eftir að kvennafangelsinu var lokað er það lang algengasti kosturinn til afplánunar fyrir kvenkyns fanga þangað til fangelsið á Hólmsheiði verður fullklárað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka