Spítalinn verður við Hringbraut

Landspítalinn við Hringbraut.
Landspítalinn við Hringbraut. mbl.is/Styrmir Kári

Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, segir að það sé öruggt að Landspítalinn verði  áfram við Hringbraut, þrátt fyrir hugmyndir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, um að byggja nýjan spítala á Vífilsstöðum.

Hann segir að Alþingi hafi ákveðið það með lögum árið 2010 og það hafi aftur verið staðfest í lögum þremur árum síðar.

Kristján Þór kveðst fyrst hafa heyrt af skoðun forsætisráðherra um nýjan Landspítala á Vífilsstöðum í fjölmiðlum á föstudaginn. Fjármálaráðherra heyrði sömuleiðis af málinu á föstudaginn, að því er kom fram hjá Rúv

Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Hann segir vinnubrögðin ekki vera til fyrirmyndar. Forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að ekki hafi verið samþykkt vorið 2014 að byggja nýjan Landspítala við Hringbraut. Þar svaraði hann fyrirspurn Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar. 

„Það var vissu­lega upp­haf­leg til­laga, en ekki náðist samstaða um hana vegna þess að menn hafa ólík­ar skoðanir á því hvort það sé skyn­sam­leg nálg­un. Þess vegna var ákveðið að sam­mæl­ast frek­ar um að ráðast í nauðsyn­leg­ar end­ur­bæt­ur við Hring­braut­ina á meðan menn meta aðra kosti," sagði Sigmundur Davíð. 

Frétt mbl.is: Samþykktu ekki nýjan spítala við Hringbraut

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert