Höfðar skaðabótamál gegn ríkinu

Ásta Kristín Andrésdóttir eftir að hafa verið sýknuð í Héraðsdómi …
Ásta Kristín Andrésdóttir eftir að hafa verið sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur. mbl.is/Jón Pétur Jónsson

Lögmaður Ástu Krist­ín­ar Andrés­dótt­ur, sem sýknuð var af ákæru um mann­dráp af gá­leysi vegna starfa sinna sem hjúkr­un­ar­fræðing­ur á Land­spít­al­an­um 9. des­em­ber, hef­ur sent rík­is­lög­manni bréf þar sem sett er fram krafa um miska­bæt­ur vegna máls­ins sem og bæt­ur vegna tekjum­issis.

Þetta staðfest­ir Ein­ar Gaut­ur Stein­gríms­son, lögmaður Ástu, í sam­tali við mbl.is en miska­bótakraf­an hljóðar upp á 4 millj­ón­ir króna. Bótakraf­an vegna tekjum­issis er hins veg­ar sett fram með fyr­ir­vara um út­reikn­inga en ákær­an á hend­ur Ástu varð meðal ann­ars til þess að hún fékk ekki að vinna kvöld- og næt­ur­vakt­ir sem hafði í för með sér veru­leg­an tekjum­issi fyr­ir hana að sögn Ein­ars.

Við aðalmeðferð máls­ins greindi Ásta frá því aðspurð að síðustu þrjú ár hefðu verið hel­víti fyr­ir hana. Það hefði kostað hjóna­bandið henn­ar og barnið henn­ar hefði átt mjög erfitt. Hún hefði íhugað að flytja til Nor­egs og starfa þar sem hjúkr­un­ar­fræðing­ur en ekki getað það þar sem hún hefði ekki getað út­skýrt málið fyr­ir mögu­leg­um nýj­um vinnu­veit­end­um. Hún hefði ekki fengið að taka aðrar vakt­ir en dagvakt­ir á Land­spít­al­an­um og oft langað að deyja vegna máls­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert