Icesave málið var stærsta dómsmál EFTA

Carl Baudenbacher dómsforseti fyrir miðju. Frá aðalmeðferð Icesave málsins.
Carl Baudenbacher dómsforseti fyrir miðju. Frá aðalmeðferð Icesave málsins. mbl.is/SMJ

Ices­a­ve málið var það stærsta og mik­il­væg­asta sem tekið hef­ur verið til meðferðar hjá EFTA dóm­stóln­um. Málið var sér­stakt fyr­ir þær sak­ir að mjög mikl­ir hags­mun­ir voru í húfi og þá var mik­ill póli­tísk­ur þrýst­ing­ur frá Evr­ópu­sam­band­inu, Hollandi og Bretlandi vegna máls­ins.

Þetta sagði Sviss­lend­ing­ur­inn Carl Bau­den­bacher í Kast­ljósi í kvöld, en hann hef­ur verið for­seti dóm­stóls­ins frá 2003.

Sagði Bau­den­bacher að all­ir hefðu sætt sig við niður­stöðu máls­ins að lok­um, en dóm­ur­inn var Íslandi í hag. Aðspurður hvort hann hafi fundið fyr­ir reiði frá ein­hverj­um seg­ir hann að aðeins einu sinni í garðveislu hafi hátt sett­ur emb­ætt­ismaður komið að máli við sig. Bau­den­bacher seg­ir að hann hafi strax sagt emb­ætt­is­mann­in­um að hon­um þætti þetta ekki eðli­leg sam­skipti af hans hálfu og þannig hafi því sam­tali lokið.

Seg­ir hann niður­stöðuna hafa verið mik­il­væga fyr­ir Evr­ópu­sam­bandið þar sem aðild­ar­ríkj­um þess var dæmt í óhag en all­ir sætt­ust á niður­stöðuna og að sam­bandið byggði á lög­um og regl­um sem all­ir færu eft­ir.

Bau­den­bacher var í viðtal­inu spurður út í þró­un­ina í Evr­ópu og sagði hann að ljóst væri að það væru mál­efni sem tek­ist væri á um. Meðal ann­ars flótta­manna­málið, en einnig efna­hags­mál. Þar væru held­ur ekki all­ir sátt­ir. Tók hann sem dæmi inni­stæðutrygg­inga­kerfið. Sagðist hann spyrja sig hvort það væri sjálf­bært mód­el fyr­ir markaðshag­kerfi þegar all­ar inni­stæður væru tryggðar af inni­stæðusjóði. Þar væri tek­in út sú aðferð að þeir sem ekki gætu staðið sig í sam­keppni færu í gjaldþrot. Sagði hann skipt­ar skoðanir um þetta í Evr­ópu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert