Oddný býður sig fram

Oddný G. Harðardóttir
Oddný G. Harðardóttir mbl.is/Kristinn

Odd­ný Harðardótt­ir hef­ur ákveðið að bjóða sig fram til for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Þetta kem­ur fram á Face­booksíðu henn­ar í morg­un.

Magnús Orri Schram, sem var þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í suðvest­ur­kjör­dæmi 2009-2013, til­kynnti um fram­boð sitt til for­manns í Sam­fylk­ing­unni um síðustu helgi. 

Helgi Hjörv­ar, formaður þing­flokks Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sendi flokks­fólki bréf hinn 19. fe­brú­ar sl. þar sem hann til­kynnti fram­boð sitt til for­manns flokks­ins.

Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hef­ur ekki enn gefið það upp hvort hann mun sækj­ast eft­ir end­ur­kjöri.

Odd­ný sendi flokks­mönn­um í Sam­fylk­ing­unni eft­ir­far­andi póst í morg­un:

„Kæru fé­lag­ar
Ég vil leggja mig alla fram við að bæta ís­lenskt sam­fé­lag. Þess vegna hef ég ákveðið að gefa kost á mér til for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Verk­efni okk­ar er að styrkja stöðu ungs fólks, barna­fjöl­skyldna, aldraðra og ör­yrkja. Ójöfnuð sem birt­ist í órétt­látri skatta­stefnu og auk­inni gjald­töku í heil­brigðis- og mennta­kerf­inu þarf að stöðva strax. Til þess þarf sam­stillt átak jafnaðarmanna og verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar.

Ég vil vinna af krafti að því að heil­brigðisþjón­usta verði ókeyp­is, að sett verði ný stjórn­ar­skrá, að arður­inn af auðlind­um skili sér til okk­ar allra og líf­væn­legu um­hverfi til kom­andi kyn­slóða. Til þess þarf sterka Sam­fylk­ingu.

Þegar bar­áttu­mál­in snú­ast um jafn­rétti og rétt­læti er auðvelt að stækka hóp­inn og fá hug­sjóna­eld­inn til að brenna í hjört­um jafnaðarmanna.

Ég óska eft­ir stuðningi þínum og sam­starfi.
Með bar­áttu­kveðjum,
Odd­ný G. Harðardótt­ir“

Odd­ný hef­ur verið alþing­ismaður Suður­kjör­dæm­is síðan 2009. Hún var fjár­málaráðherra 2011–2012. Fjár­mála- og efna­hags­ráðherra 2012. Formaður þing­flokks Sam­fylk­ing­ar­inn­ar 2011–2012 og 2012–2013.

Odd­ný  er fædd í Reykja­vík 9. apríl 1957 og er  Ei­rík­ur Her­manns­son fræðslu­stjóri Reykja­nes­bæj­ar eig­inmaður henn­ar.  Hún lauk stúd­ents­prófi frá aðfara­námi KHÍ 1977. B.Ed.-próf KHÍ 1980. Stærðfræðinám til kennslu­rétt­inda á fram­halds­skóla­stigi HÍ 1991. MA-próf í upp­eld­is- og mennt­un­ar­fræði HÍ 2001.

Odd­ný var grunn­skóla­kenn­ari 1980–1985. Kenn­ari við Fjöl­brauta­skóla Suður­nesja 1985–1993, deild­ar­stjóri stærðfræðideild­ar 1988–1990, sviðsstjóri stærðfræði- og raun­greina­sviðs 1990–1993. Kenn­ari við Mennta­skól­ann á Ak­ur­eyri 1993–1994. Aðstoðarskóla­meist­ari Fjöl­brauta­skóla Suður­nesja 1994–2003. Vann við skipu­lag og stjórn­un vett­vangs­náms á veg­um End­ur­mennt­un­ar HÍ fyr­ir starf­andi stjórn­end­ur í fram­halds­skól­um 2001–2002. Verk­efn­is­stjóri í mennta­málaráðuneyt­inu 2003–2004. Skóla­meist­ari Fjöl­brauta­skóla Suður­nesja 2005. Bæj­ar­stjóri Sveit­ar­fé­lags­ins Garðs 2006–2009, að því er seg­ir á vef Alþing­is.

Sjá nán­ar hér

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert