Sárið í samfélaginu enn til staðar

Halla tilkynnti um framboð sitt til forseta í eldhúsinu á …
Halla tilkynnti um framboð sitt til forseta í eldhúsinu á heimili hennar í Kópavogi. mbl.is/Árni Sæberg

Íslenski fán­inn blakti ró­lega í blíðskap­ar­veðri á Kárs­nes­inu í dag þegar Halla Tóm­as­dótt­ir til­kynnti þar á heim­ili sínu fram­boð sitt til embætt­is for­seta Íslands. Í ræðu Höllu, sem hún hélt í eld­húsi sínu að viðstöddu marg­menni, sagðist hún vera af þeirri lán­sömu kyn­slóð sem orðið hafi fyr­ir djúp­um áhrif­um af for­setatíð Vig­dís­ar.

„Mynd­in af henni á svöl­um síns heim­il­is, í heima­prjónuðum kjól með unga dótt­ur sína sér við hlið, hef­ur alla tíð verið ljós­lif­andi í mín­um huga og verið mér eins og öll­um af okk­ar kyn­slóð mik­il hvatn­ing,“ sagði Halla.

Hepp­in að hafa sterka kvení­mynd

Í sam­tali við mbl.is seg­ir hún að óneit­an­lega horfi hún til Vig­dís­ar þegar hún ákveði að bjóða sig fram og seg­ir hún hana mik­inn áhrifa­vald í sínu lífi.

„Ég er tæp­lega tólf ára göm­ul þegar hún er kos­in, jafn­göm­ul dótt­ur minni í dag. Þegar maður er svona hepp­inn að hafa fengið svona sterka kvení­mynd á þeim aldri þá hef­ur það auðvitað mik­il áhrif á mig.

Þá er það líka að verða móðir og eign­ast strák og stelpu. Upp frá því fór ég að hugsa öðru­vísi um gild­in í líf­inu og hvernig sam­fé­lag við ætl­um að búa til,“ seg­ir Halla. „Ég held að tími sé kom­inn til að skoða grunn­gildi okk­ar og ræða þau, því það er vond­ur staður sem við erum kom­in á, þegar aðeins einn af hverj­um tíu treyst­ir stjórn­völd­um. Þetta er brostið traust og af­leiðing af því sem hér gerðist.“

Í fjár­fest­inga­geir­an­um hef­ur Halla lengi talað um mik­il­vægi þess sem hún kall­ar „emoti­onal capital“, nokk­urs kon­ar mann­leg­an höfuðstól.

„Það verður ekk­ert til í Excel. Það er hægt að reikna alls kon­ar hluti út en það er fólkið og hvernig það vinn­ur sem ræður úr­slit­um um hvort út­kom­an verði góð eða slæm. Ég hef alltaf verið á mann­legu hliðinni í viðskipt­um og alltaf haft ofboðslega mikla trú á því að grunn­gild­in sem byggt er á, hvort sem um sé að ræða fjöl­skyldu, fyr­ir­tæki eða sam­fé­lag, ráði því hvert leiðinni er haldið.“

Um­fjöll­un mbl.is: Hver er Halla Tóm­as­dótt­ir?

Halla segist óneitanlega horfa til Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta.
Halla seg­ist óneit­an­lega horfa til Vig­dís­ar Finn­boga­dótt­ur fyrr­ver­andi for­seta. mbl.is/ Árni Sæ­berg

Sárið í sam­fé­lag­inu enn til staðar

Hún seg­ir að þó efna­hag­ur lands­ins hafi vænkast þá eigi það sama ekki við um aðra þætti sam­fé­lags­ins, sem ekki séu síður mik­il­væg­ir.

„Við erum búin að sinna efna­hags­legu verk­efn­un­um nokkuð vel en til­finn­ingakreppa okk­ar, og sárið sem varð til í sam­fé­lags­sátt­mál­an­um, þau eru ennþá til staðar. Ég held að næsta verk­efni sé að sinna því svo unga fólkið okk­ar vilji búa hér.“

Þá seg­ir hún að í ís­lensku sam­fé­lagi hafi um nokk­urt skeið verið for­gangsraðað á rang­an hátt.

„Ef við horf­um til dæm­is til þess hvernig við skil­grein­um arðsemi eða gróða. Við skil­grein­um þau hug­tök af­skap­lega þröngt og í raun ein­ung­is út frá fjár­hags­leg­um viðmiðum,“ seg­ir Halla.

„Ég trúi því að góð og fram­sýn sam­fé­lög horfi á fleira en hag­vöxt og fjár­hags­leg­an arð, að þau horfi einnig til sam­fé­lags­legra og um­hverf­is­legra þátta þegar þau skoða sína frammistöðu, setji sér mark­mið og reyni að gera bet­ur.“

EIginmaður og börn Höllu stóðu álengdar á meðan hún flutti …
EIg­inmaður og börn Höllu stóðu álengd­ar á meðan hún flutti fram­boðsræðu sína. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Ákvörðunin reynd­ist ekki auðveld

Ákvörðun Höllu um fram­boð má rekja allt aft­ur til þess þegar hún, sjö ára göm­ul, varð vitni að því þegar kon­ur lögðu niður störf þann 24. októ­ber 1975. Í ræðu sem hún hélt á TED-ráðstefnu fyr­ir sex árum sagði hún að þann dag hefði hún ákveðið að skipta máli.

„Ég vil gera gagn og láta gott af mér leiða,“ seg­ir Halla. „Ég hef ákveðnar áhyggj­ur af því að al­mennt hugsi það of fáir í dag. Bæði vegna þess að það er ákveðin áhætta, að stökkva út og segja það, í sam­fé­lagi þar sem umræðan er kannski ekki alltaf á já­kvæðum nót­um.

En líka vegna þess að ég held að við höf­um ekki endi­lega alltaf hug­rekki til að standa með sjálf­um okk­ur og segja það sem okk­ur býr í brjósti. Stund­um ræður kerfið för meira en okk­ar eig­in mann­eskja.“

Þá seg­ir hún að þessi ákvörðun hafi síður en svo reynst sér auðveld.

„Ég þurfti að hugsa hana mjög lengi. Hún hef­ur ekki bara áhrif á mann sjálf­an held­ur varðar hún fjöl­skyld­una þína og þitt líf. En ég vil gera gagn og ég trúi því að við búum að svo mikl­um verðmæt­um hérna á Íslandi. Það er bara synd ef við nýt­um ekki þenn­an tíma­punkt til að gera þetta sam­fé­lag að því sam­fé­lagi sem við vilj­um búa í. Að það sé hlustað á vilja fólks­ins.“

Halla segir hlutverk Bessastaða vera umræðuvettvang fyrir þau mál sem …
Halla seg­ir hlut­verk Bessastaða vera umræðuvett­vang fyr­ir þau mál sem varða lang­tíma hags­muni þjóðar­inn­ar. mbl.is/​Eggert

Ákvörðunin óháð fram­boði Ólafs Ragn­ars

Áskor­un­ar­síða var stofnuð á Face­book á full­veld­is­dag­inn, 1. des­em­ber, mánuði áður en Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son til­kynnti í ný­ársávarpi sínu að hann myndi ekki bjóða sig fram að nýju. Virðist því sem fólk hafi trú á Höllu til að gegna embætt­inu, sem aðeins fimm manns hafa gegnt und­an­far­in 72 ár.

„Þeir sem þekkja mig og hafa unnið mér virðast flestall­ir hafa trú á mér og mér þykir mjög vænt um það. Fólk er að koma hérna sem hef­ur verið mér sam­ferða í gegn­um öll þau verk­efni, skóla­göngu og annað sem ég hef tekið mér fyr­ir hend­ur, en líka ungt fólk sem hef­ur ekki þekkt mig lengi og horf­ir samt til mín.

En ákvörðun mín hafði samt ekk­ert með það að gera hvort Ólaf­ur ætlaði að bjóða sig fram eða ekki. Þetta er bara miklu stærri spurn­ing held­ur en svo. Hún hef­ur held­ur ekk­ert með það að gera hverj­ir aðrir bjóða sig fram. Það þarf bara hver og einn að setj­ast niður með sjálf­um sér og spyrja, get ég gert gagn?

Ég var lengi að svara þeirri spurn­ingu, hvort ég hefði það sem til þyrfti að bera, og ég komst að þeirri niður­stöðu að svo væri. Svo þurfti ég að hugsa hvort ég vildi þetta og allt sem kem­ur með því. Það er kannski ennþá flókn­ari ákvörðun.“

Halla ásamt fjölskyldu sinni. Hún er gift Birni Skúlasyni viðskiptafræðingi …
Halla ásamt fjöl­skyldu sinni. Hún er gift Birni Skúla­syni viðskipta­fræðingi og eiga þau tvö börn. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Hægt að læra eitt­hvað af öll­um

Spurð á hvaða hátt hún muni fara með vald for­seta, og hverj­um hinna fimm for­seta hún muni líkj­ast í þeim efn­um, seg­ir Halla að jafn­an sé ekki svo ein­föld.

„Það er hægt að læra eitt­hvað af öll­um sem fara á und­an manni. Ég horfi yf­ir­leitt á það til fyr­ir­mynd­ar og þá er bæði hægt að læra eitt­hvað gott og svo stund­um sér maður ein­hverja hluti sem maður vill ekki hafa eft­ir fyr­ir­renn­ur­um sín­um.“

Halla seg­ist að lok­um vera ópóli­tísk og er hún þeirr­ar skoðunar að það sé betra að for­seti sé ópóli­tísk­ur.

„Ég tel að sá sem sitji á Bessa­stöðum þurfi að fara fyr­ir vilja allr­ar þjóðar­inn­ar, ekki ein­hverj­um ein­stök­um hug­mynda­fræðileg­um skoðunum sem kannski verða of rót­grón­ar ef maður hef­ur starfað á sviði stjórn­mála.“

Ótt­ast ekki að þjóðin fái meira vald

„Ég mun hins veg­ar hafa hug­rekki til að fylgja minni sann­fær­ingu þarna eins og ann­ars staðar ef ég verð kos­in. Ég ótt­ast það ekki að vilji þjóðar­inn­ar fái stærri rödd og meira vald í þessu sam­fé­lagi.

Ég trúi því að í þjóðinni búi bæði viska og vit og auðvitað mik­ill sköp­un­ar­kraft­ur. Ég tel okk­ur standa á tíma­mót­um, þar sem mikl­ar umbreyt­ing­ar í heim­in­um eru að gjör­breyta því lands­lagi sem varðar í raun­inni alla þætti okk­ar sam­fé­lags.

Núna er tím­inn til að taka umræður um hvers kon­ar heil­brigðis­kerfi við vilj­um hafa, hvers kon­ar mennta­kerfi, hvers kon­ar fjár­mála­kerfi, við þurf­um að taka þessi stóru mál sem varða hags­muni okk­ar allra og ræða þau. Ég lít á hlut­verk Bessastaða sem far­veg fyr­ir það, sem umræðuvett­vang fyr­ir þau mál sem varða lang­tíma hags­muni okk­ar allra.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert