Telja auðlindina þola margfalt meiri nýtingu

Þörungaverksmiðjan fær lóð við hlið skipasmíðastöðvarinnar Skipavíkur sem hér sést …
Þörungaverksmiðjan fær lóð við hlið skipasmíðastöðvarinnar Skipavíkur sem hér sést á myndinni, og við hafskipabryggjuna. mbl.is/Gunnlaugur Árnason

Þang og þari sem vex í Breiðafirði er vannýtt auðlind að mati Einars Sveins Ólafssonar, framkvæmdastjóra Kalkþörungaverksmiðjunnar á Bíldudal og talsmanns Marigot sem stendur ásamt Matís að væntanlegri þörungaverksmiðju í Stykkishólmi.

Hann segir að þær rannsóknir sem gerðar hafi verið sýni að vöxtur þangs og þara sé margfaldur á við það sem Þörungaverksmiðjan á Reykhólum nýtir til framleiðslu.

Írska fyrirtækið Marigot og Matís standa að væntanlegri verksmiðju Deltagen í Stykkishólmi. Einar Sveinn segir að starfsmaður taki til starfa í Reykjavík um næstu mánaðamót til að vinna að áframhaldandi rannsóknum og þróun framleiðslunnar. Innan tveggja mánaða sé ætlunin að setja upp tilraunaverksmiðju í bráðabirgðahúsnæði í Stykkishólmi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert