Átta og hálft ár fyrir dópsmygl

Úr dómsal. Héraðsdómur Reykjavíkur.
Úr dómsal. Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Barry Van Tuijl, hollenskur ríkisborgari á fertugsaldri, var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í 8 og hálfs árs fangelsi fyrir smygl á eiturlyfjum í húsbíl. Kona hans var sýknuð af ákæru í málinu. Þetta kemur fram í frétt RÚV.

Ríkissaksóknari hafði farið fram á að þau yrðu dæmd í tólf ára fangelsi en í hús­bíl þeirra fund­ust tæp­lega 210 þúsund MDMA töfl­ur, rúm­lega 10 kg. af MDMA muln­ingi og 34,55 g af am­feta­míni, ætluðu til sölu­dreif­ing­ar í ágóðaskyni. Maðurinn játaði fyrir dómi að hafa vitað af fíkniefnunum en konan neitaði sök.

Parið kom með Norrænu til Seyðisfjarðar 8. sept­em­ber sl. Þau voru á hús­bíl og hafi maður­inn ekið bif­reiðinni af ferj­unni. Ákveðið va að leita í bif­reiðinni og fannst töluvert magn af fíkniefnum við leitina.

Maður­inn hefur frá upp­hafi játað að hafa vitað af efn­un­um og sagst vera svo­kallað burðardýr. Hann hefur hins veg­ar borið að kon­an hafi ekki vitað af efn­un­um. Hún hef­ur neitað sök frá upp­hafi.

Með ákæru rík­is­sak­sókn­ara dag­settri 1. des­em­ber voru þau ákærð fyr­ir að hafa staðið sam­an að inn­flutn­ingi á sam­tals 209.473 MDMA töfl­um, 10.043,93 g af MDMA muln­ingi og 34,55 g af am­feta­míni, ætluðu til sölu­dreif­ing­ar í ágóðaskyni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka