Íslendingar í efnahagslegu stríði

Bresk­ir emb­ætt­is­menn lýsa aðgerðum Breta gegn Íslend­ing­um í hrun­inu sem efna­hags­legu stríði og undr­ast væg viðbrögð ís­lenskra stjórn­valda. Þeir töldu sig hafa sam­komu­lag við Íslend­inga um flutn­ing Ices­a­ve í dótt­ur­fé­lag með stuðningi ís­lenska rík­is­ins.

Þetta kem­ur fram í niður­stöðum rann­sókn­ar Ei­ríks Berg­manns, pró­fess­ors í stjórn­mála­fræði, sem ræddi við emb­ætt­is­menn í breska fjár­málaráðuneyt­inu og ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu auk manna í breska Verka­manna­flokkn­um.

Þetta kom fram í kvöld­frétt­um Rík­is­út­varps­ins

„Þegar í ljós kem­ur að menn ætla að fara í hörk­una, efna­hags­lega stríðsaðgerð sem þeir orða sjálf­ir þannig, þá ákveða menn að gefa í og gera þetta af enn meiri hörku en þurfti,“ seg­ir Ei­rík­ur um sam­töl sín við bresku emb­ætt­is­menn­ina. „Það mundi hjálpa til þess að slá rétt­an tón póli­tískt heima fyr­ir í þeirri viðleitni að bjarga bönk­un­um en vera harðir gegn banka­mönn­um.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert