Hrannar kynnir framboð

Hrannar Pétursson og eiginkona hans, Margrét Arnardóttir
Hrannar Pétursson og eiginkona hans, Margrét Arnardóttir mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hrannar Pétursson hefur boðað fréttamenn á sinn fund á heimili sínu klukkan 11 en þar mun hann tilkynna formlega framboð sitt til forseta Íslands. 

Í desember greindi Skarpur á Húsavík og Kjarninn í kjölfarið frá því að Hrannar Pét­urs­son, fyrr­ver­andi upp­lýs­inga­full­trúi Voda­fo­ne, væri að íhuga for­setafram­boð. Þar staðfesti hann að margir hefðu komið að máli við sig og hann hefði verið að skoða málið.

Hrann­ar rek­ur eigið upp­lýs­inga- og sam­skipta­fyr­ir­tæki. Hann starfaði sem verk­efn­is­stjóri í for­sæt­is­ráðuneyt­inu þar til í októ­ber síðastliðnum. 

Í tilkynningu kemur ekki fram nafn forsetaframbjóðandans sem ætlar að stíga fram klukkan 11 á Garðastræti 47 en þar segir að framsýnn og jafnréttissinnaður forsetaframbjóðandi muni stíga inn í sviðsljósið.

Samkvæmt þjóðskrá er Hrannar Pétursson búsettur í húsinu ásamt fjölskyldu sinni og eins er félagið Forsetaframboð Hrannars þar til húsa en félagið var stofnað nú í mars.

Allt stefnir í metfjölda frambjóðenda í forsetakosningunum 25. júní næstkomandi. Þegar hafa tíu manns gefið kost á sér en mest hafa sex verið í kjöri áður, fyrir fjórum árum. Með Hrannari eru framboðin orðin ellefu talsins og næsta víst að fleiri eigi eftir að bætast í hópinn á næstu vikum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka