Alþingi þyrfti að gefa ný fyrirmæli

Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra. mbl.is/Styrmir Kári

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir að nýr Landspítali verði við Hringbraut svo lengi sem Alþingi gefi ekki önnur fyrirmæli þess efnis.

„Ég er bara að vinna að markaðri stefnu þings og þeirrar stefnumörkunar sem liggur fyrir í fjárlögum. Á meðan þingið breytir ekki um sína stefnu þá verður þetta verk unnið þarna, það eru hreinar línur í því,“ segir Kristján Þór.

„Þetta eru nokkrir áfangar og við erum langt komin með fyrsta áfanga sem er sjúkrahótelið. Það verður tekið í notkun á næsta ári. Við erum í fullri vinnu við að hanna meðferðarkjarna og undirbúa hönnun á rannsóknarhúsi, þannig að verkið er hafið. Ef það á að stöðva það verður Alþingi að gefa önnur fyrirmæli,“ bætir ráðherrann við.

Sjúkrahótel við Landspítalann verður tekið í notkun á næsta ári.
Sjúkrahótel við Landspítalann verður tekið í notkun á næsta ári. Styrmir Kári

Sést í fjárlögunum  

Kristján Þór sagði á dögunum að Alþingi hefði ákveðið að hafa Landspítalann við Hringbraut með lögum árið 2010 og svo aftur staðfest það með því að samþykkja þingsályktunartillögu sem var lögð fram 2013.

Frétt mbl.is: Spítalinn verður við Hringbraut

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði þegar hann svaraði fyrirspurn Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, að í þingsályktunartillögunni hefði ekki verið samþykkt að spítalinn yrði við Hringbraut. Það hafi verið upphafleg tillaga en ekki hafi náðst samstaða um hana. Því hafi verið ákveðið að ráðast í nauðsynlegar endurbætur við Hringbraut á meðan aðrir kostir yrðu metnir.

Frétt mbl.is: Samþykktu ekki nýjan spítala við Hringbraut 

Sjálfur hefur Sigmundur Davíð bent á Vífilsstaði sem kjörinn stað fyrir nýjan Landspítala.

Frétt mbl.is: Vill nýjan spítala á Vífilsstöðum 

Spurður hvort það hafi verið samþykkt á Alþingi að byggja nýjan spítala við Hringbraut segir Kristján Þór: „Það þarf ekkert annað en að lesa textann í fjárlögum fyrir árin 2015 og 2016 og sjá hvaða verkefni eru þar inni. Bygging á sjúkrahóteli og hönnun á meðferðarkjarna. Það eru skýrar greinargerðir á bak við þær fjárveitingar sem eru í fjárlögunum,“ greinir hann frá.

Frá undirritun samninga um styttingu biðilista í dag.
Frá undirritun samninga um styttingu biðilista í dag. Mynd/Velferðarráðuneytið
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka