Meirihluti landsmanna, eða tæplega 52%, er hlynntur því að staðgöngumæðrun verði leyfð hér á landi samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Maskínu. Tæpur fjórðungur, eða 23-24%. er því hins vegar andvígur.
Karlar eru hlynntari því að leyfa staðgöngumæðrun en konur eða rúmlega 56% á móti 46-47%. Yngra fólk er að sama skapi mun hlynntara staðgöngumæðrun en þeir sem eldri eru. Þeir sem eru háskólamenntaðir eru hins vegar síður líklegir til þess að styðja staðgöngumæðrun en þeir sem hafa minni formlega menntun.
Ef horft er til stjórnmálaflokka er minnstur stuðningur við staðgöngumæðrun á meðal kjósenda Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkingarinnar. Minni hluti stuðningsmanna flokkanna styður staðgöngumæðrun en meirihluti stuðningsmanna hinna flokkanna.