Býður sig fram til formanns

Guðmundur Ari segir ótrúlegt að Samfylkingin sé ekki stærsti flokkurinn …
Guðmundur Ari segir ótrúlegt að Samfylkingin sé ekki stærsti flokkurinn á Íslandi. Mynd/Aðsend

Guðmund­ur Ari, 27 ára bæj­ar­full­trúi af Seltjarn­ar­nesi, hef­ur boðið sig fram til for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Í frétta­til­kynn­ingu seg­ir að hann vilji skerpa á fókus flokks­ins þar sem áhersl­an verður á að tala fyr­ir jafnaðar­stefn­unni í stað þess að setja allt púður í að gagn­rýna aðra flokka. Guðmund­ur Ari tel­ur að stærsti vandi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar snúi ekki að stefnu flokks­ins eða hvaða mál­efni eigi að ráðast í til að bæta hag al­menn­ings. Vanda­mál Sam­fylk­ing­ar­inn­ar snú­ist um skort á teng­ingu for­yst­unn­ar við hinn al­menna flokks­mann og þar af leiðandi kjós­end­ur í land­inu.

,,Það er í raun og veru al­veg ótrú­legt að Sam­fylk­ing­in, jafnaðarmanna­flokk­ur Íslands, sé ekki stærsti flokk­ur­inn hér á landi þar sem mik­ill meiri­hluti lands­manna eru jafnaðar­menn og vilja búa í sam­fé­lagi þar sem all­ir hafa jafna mögu­leika til að ná ár­angri óháð efna­hag og fé­lags­legri stöðu” seg­ir Guðmund­ur Ari í til­kynn­ing­unni.

„Það eru all­ir flott­ir“

Sam­kvæmt hon­um þarf formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar ekki aðeins að vera talsmaður stefnu flokks­ins held­ur einnig að vinna eft­ir henni.

„Formaður­inn þarf að muna að það eru all­ir flott­ir og að sterku sam­fé­lagi er ekki stýrt af fá­menn­um valdaklík­um held­ur með öfl­ugri grasrót og aðkomu sem flestra að ákv­arðana­töku. Sam­fylk­ing­in þarf ekki formann sem tel­ur sig vita allt best og að hann sé með all­ar lausn­ir á vanda­mál­um sam­fé­lags­ins sjálf­ur. Hlut­verk for­manns er að virkja sem flesta fé­lags­menn til þátt­töku og finna svo bestu leiðirn­ar til að koma mál­efn­um þeirra í fram­kvæmd hvort sem það er inni á Alþingi eða í sveit­ar­stjórn­ar­mál­um,“ seg­ir Guðmund­ur.

„Það vill oft gleym­ast að Sam­fylk­ing­in er stærri en þing­flokk­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og að í sveit­ar­stjórn­um lands­ins berj­ast full­trú­ar flokks­ins á hverj­um degi fyr­ir bar­áttu­mál­um jafnaðarmanna,” seg­ir hann og bæt­ir við að hann vilji sem formaður vinna í góðu sam­starfi við sveit­ar­stjórn­ar­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á landsvísu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka