Munu skoða áfrýjun

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari.
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ákæruvaldið taldi sig vera með mál sem dugði til sakfellingar, en það er dómsins að koma með lokaorð varðandi sönnunina. Í framhaldinu verður dómurinn nú metinn og hvort röksemdir séu fyrir áfrýjun hans.

Þetta segir Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, en rétt í þessu voru þeir Annþór Kristján Karls­son og Börk Birg­is­son sýknaðir af öllu kröf­um ákæru­valds­ins en þeir voru sakaðir um að hafa valdið dauða Sig­urðar Hólm Sig­urðsson­ar, sam­fanga þeirra á Litla-Hrauni, fyr­ir fjór­um árum.

Helgi segist ekki geta tjáð sig um dóminn að svo stöddu þar sem hann væri enn í því að lesa yfir hann. Þá gerði hann ekki ráð fyrir að tjá sig um niðurstöðuna fyrr en ákvörðun væri tekin hjá ríkissaksóknara um hvort málinu yrði áfrýjað eða ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka