Bragi Ásgeirsson látinn

Bragi Ásgeirsson
Bragi Ásgeirsson mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Bragi Ásgeirs­son mynd­list­armaður, mynd­lista­kenn­ari, listrýn­ir og greina­höf­und­ur er lát­inn 84 ára að aldri. Bragi, sem var fædd­ur 28. maí 1931 í Reykja­vík, lést á föstu­dag­inn langa. Hann skrifaði um mynd­list í Morg­un­blaðið í meira en fjóra ára­tugi.

Hér er hægt að lesa um­fjöll­un um Braga og sýn­ingu hans í Lista­safni Reykja­vík­ur árið 2008. Sýn­ing­in spannaði 60 ára list­fer­il Braga, eða allt aft­ur til náms­ár­anna.

Bragi Ásgeirsson
Bragi Ásgeirs­son mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son




Bragi stundaði nám í Handíða- og mynd­list­ar­skól­an­um 1947- 50, Fag­urlista­skól­an­um í Kaup­manna­höfn 1950-52 og 1955- 56 (grafík), Fag­urlista­skól­an­um í Osló, Listiðnaðarskól­an­um í sömu borg (grafik) 1952-53 og Fag­urlista­skól­an­um í München 1958-60. Hann dvaldi í Róm og Flórenz við nám 1953-54 og er fé­lagi í Associazi­o­ne Art­istica In­ternazi­onale í Róm. Bragi hef­ur sótt sér fróðleik til margra landa í Evr­ópu, en einnig til Banda­ríkj­anna, Kan­ada, Jap­an, Kína, Jap­ans, Ecua­dor og Chile.

Bragi Ásgeirsson listmálari, gagnrýnandi og kennari
Bragi Ásgeirs­son list­mál­ari, gagn­rýn­andi og kenn­ari mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son



Bragi hélt fyrstu einka­sýn­ingu sína í Lista­manna­skál­an­um við Kirkju­stræti vorið 1955. Þar sýndi hann einnig 1960 og 1966. Frá þeim tíma hef­ur hann haldið fjöl­marg­ar einka­sýn­ing­ar hér­lend­is. Að und­ir­lagi Jóns Stef­áns­son­ar hélt Bragi einka­sýn­ingu í Kaup­manna­höfn 1956. Árið 1980 hélt hann viða- mikla sýn­ingu í öll­um söl­um Kjar­valsstaða. Sýn­ing­una nefndi listamaður­inn „Heim­ur aug­ans“ og voru þar sýnd 366 mynd- verk. Hann hélt fimm einka­sýn­ing­ar í Nor­ræna hús­inu. Árið 1994 var hald­in í Lista­safni Íslands yf­ir­lits­sýn­ing á grafikverk- um Braga og yf­ir­grips­mik­il út­tekt á hálfr­ar ald­ar ferli hans var sýnd í Kjar­vals­stöðum 2008.

Bragi Ásgeirsson
Bragi Ásgeirs­son mbl.is/​Rax



Bragi hef­ur tekið þátt í fjöl­mörg­um sam­sýn­ing­um hér heima og er­lend­is, meðal ann­ars á öll­un Norður­lönd­um, víðsveg­ar í Evr­ópu, í mörg­um fylkj­um Banda­ríkj­anna, í Rússlandi, Kína og Jap­an. þris­var í Tví­ær­ingn­um í Rostock og í Evr­óput­víær­ingn­um 1988.

Bragi hef­ur unnið að ýms­um sér­verk­efn­um. Má þar nefna stór­ar vegg­skreyt­ing­ar í Hrafn­istu og Þela­merk­ur­skóla og mynd­lýs­ingu við kvæðið Áfanga eft­ir Jón Helga­son.

Bragi Ásgeirs­son var kenn­ari við Mynd­lista- og handíðaskóla Íslands ár­in1956-96 með ör­fá­um hlé­um. Hann var brautryðjandi í grafík­k­ennslu á Íslandi.

Bragi var listrýn­ir Morg­un­blaðsins frá 1966 ásamt því að rita ótal grein­ar er sköruðu sjón­list­ir í blaðið.

Bragi Ásgeirsson
Bragi Ásgeirs­son mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son




Hann skrifaði einnig fjölda greina í er­lend tíma­rit. Má nefna rit­smíð í sér­út­gáfu um Al­brecht Dürer sem kom út 1973 og rit­smíð um þýska núl­ista­mann­inn Mario Reis sem kom út 1979. Þá má nefna viðamikla grein um ís­lenska mynd­list frá land­náms­öld til nú­tím­ans í kynn­ing­ar­riti um Ísland (And­ers Ny­borg/​Loft­leiðir) sem kom út 1974. Hann var rit­stjóri fyr­ir hönd Íslands í rit­stjórn N.K.F. blaðsins 1974-76, en það var samn­or­rænt upp­lýs­ing­ar­rit um nor­ræna mynd­list.

Bragi var í sýn­ing­ar­nefnd FÍM 1969-72, þar af formaður í tvö ár og full­trúi í alþjóðlegri nefnd varðandi Tví­ær­ing­inn í Rostock 1967-81.

Málverk eftir Braga Ásgeirsson
Mál­verk eft­ir Braga Ásgeirs­son mbl.is/Á​sdís Ásgeirs­dótt­ir




Verk Braga eru í eigu allra helstu lista­safna lands­ins og nokk­urra er­lendra, einnig fjöl­margra stofn­ana og fyr­ir­tækja, svo og einkaaðila og einka­safna víða um heim. Meðal op­in­berra safna á Íslandi sem eiga verk eft­ir hann eru Lista­safn Íslands, Lista­safn Reykja­vík­ur, Lista­safn ASÍ, Lista­safn Kópa­vogs, Lista- safn Borg­ar­ness, Lista­safn Árnes­inga, Lista­safn Siglu­fjarðar og Lista­safn Alþing­is.

Bragi Ásgeirsson og Erró
Bragi Ásgeirs­son og Erró mbl.is/​Hall­dór Kol­beins




Bragi Ásgeirs­son hef­ur hlotið fjölda viður­kenn­inga, dval­ar- og náms­styrki, meðal ann­ars frá öll­um Norður­lönd­un­um. Meðal viður­kenn­inga og styrk­veit­enda má nefna Berl­in­ske Tidende 1955, DAAD í Sam­bands­lýðveld­inu Þýskalandi 1958-60, heiður­skjal fyr­ir grafík í Kra­ká í Póllandi 1968, Ed­vard Munch styrk- inn 1977, medal­íu Eystra­saltsvik­unn­ar, Pablo Neruda friðar- pen­ing­inn á Tví­ær­ingn­um í Rastock 1978, starfs­laun ís­lenska rík­is­ins 1978-79, heiðurs­gest­ur á Tví­ær­ingn­um í Rostock 1981, Bjart­sýn­is­verðlaun Brø­ste 1982, heiðurs­fé­lagi í fé­lag­inu Íslensk grafík frá 1983 og hann var borg­ar­listamaður Reykja­vík­ur árið 1985. Fyr­ir fram­lag sitt til ís­lenskr­ar menn­ing­ar hlaut hann Fálka­orðuna 17. júní 2001. Bragi hlaut menn­ing­ar­verðlaun DV árið 2009.

Feðgarnir Bragi og Fjölnir Geir
Feðgarn­ir Bragi og Fjöln­ir Geir mbl.is/​Golli
Bragi Ásgeirsson
Bragi Ásgeirs­son mbl.is/​Rax
Bragi Ásgeirsson listmálari, gagnrýnandi og kennari er látinn 84 ára …
Bragi Ásgeirs­son list­mál­ari, gagn­rýn­andi og kenn­ari er lát­inn 84 ára að aldri. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert