Snýst um svo miklu meira en brjóstahaldarann

Um þessar mundir er ár liðið frá Free the nipple deginum svokallaða sem tröllreið íslensku samfélagi. Á deginum sjálfum myndaðist gífurleg samstaða á milli kvenna sem ýmist birtu á sér myndir berbrjósta á netinu eða fóru alla leið og beruðu brjóstin á almannafæri. Dagurinn var án efa mest áberandi í framhaldsskólum landsins og hafði hann mikil áhrif á ungu kynslóðina að mati fulltrúa ungra femínista.

Fyrri frétt mbl.is: „Stelpur komu út, bara berbrjósta“

Mbl.is ræddi við fulltrúa femínistafélags Kvennaskólans í Reykjavík um upplifun þeirra á deginum og umræðuna um jafnrétti meðal ungmenna. Þau voru sammála um það að dagurinn hafi markað upphaf á byltingu og að enn væri hægt að gera miklu meira í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna.

Myndband sem birtist að hluta til í myndskeiðinu hér að ofan var tekið af Andra Haraldssyni á Free The Nipple deginum í fyrra og láðist að nefna það þegar að myndskeiðið var birt fyrst. Beðist er velvirðingar á því. Hægt er að sjá það í heild sinni hér. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka