Bankaræningi áfram í gæsluvarðhaldi

Lögreglumenn að störfum við Landsbankann í Borgartúni. Ræningjarnir náðust eftir …
Lögreglumenn að störfum við Landsbankann í Borgartúni. Ræningjarnir náðust eftir mikla leit. mbl.is/Golli

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir manni sem dæmdur var í þriggja ára fangelsi fyrir bankarán í febrúar fyrir sama dómstól.

Ránið framdi maðurinn ásamt samverkamanni í úti­búi Lands­bank­ans í Borg­ar­túni í Reykja­vík í lok des­em­ber. Hann áfrýjaði dómi Héraðsdóms til Hæstaréttar og fór fram á að ganga laus þar til dómur gengi í máli hans í Hæstarétti.

Staðfesti Hæstiréttur gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms þar sem segir að varðhald væri nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna auk þess sem kærði hefði játað aðild sína að ráninu.

Mennirnir tveir ógnuðu starfsfólki bankans með gervi-byssu og hnífi. Menn­irn­ir höfðu 558.000 ís­lensk­ar krón­ur, 1.080 evr­ur, 10.000 japönsk jen, 500 dansk­ar krón­ur og 20 pund á brott með sér af vett­vangi, en gáfu sig fram við lögreglu síðar um kvöldið eftir umfangsmikla eftirgrennslan lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert