Fjórir vilja leiða Samfylkinguna

Guðmund­ur Ari Sig­ur­jóns­son, bæj­ar­full­trúi á Seltjarn­ar­nesi, hef­ur lýst yfir fram­boði til for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar en hann er fjórði fram­bjóðand­inn sem stíg­ur fram á skömm­um tíma.

„Það hafa eng­in form­leg fram­boð borist okk­ur enn til for­manns en ásamt Guðmundi Ara hafa þau Helgi Hjörv­ar, Magnús Orri Schram og Odd­ný G. Harðardótt­ir öll lýst yfir fram­boði til for­manns flokks­ins,“ seg­ir Kristján Guy Burgess, fram­kvæmda­stjóri Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Helgi Hjörv­ar og Odd­ný G. Harðardótt­ir eru bæði þing­menn flokks­ins og Magnús Orri Schram er fyr­ver­andi þingmaður og nú­ver­andi ráðgjafi hjá Capacent. Kosn­ing­ar til for­manns fara að mestu fram með ra­f­ræn­um hætti.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka