2.341 hljóp apríl

Ef vel er að gáð sést að hér er um …
Ef vel er að gáð sést að hér er um myndvinnslutöfra að ræða.

Það hefur líklega ekki farið framhjá mörgum að í dag er árlegur sprelldagur stríðnispúka: 1. apríl. Áður fyrr var reglan sú að fara þyrfti yfir þröskuld en nú á dögum þarf aðeins nokkra smelli til að hlaupa apríl.

Þannig hlupu ófáir apríl í dag á vefsíðu mbl.is þar sem tilkynnt var um að McDonald‘s keðjan væri væntanleg aftur til landsins. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/04/01/mcdonald_s_snyr_aftur_gefa_arsbirgdir/

Gríðarlegur fjöldi fólks las fréttina sem var deilt víða af notendum samfélagsmiðla sem ýmist fögnuðu eða fordæmdu endurkomu hamingjumáltíðarinnar. Greininni fylgdi að sjálfsögðu „þröskuldur“ og það sem af er degi hefur 2.341 lesandi lokið við McDonald‘s leik mbl.is þar sem sigurlaunin áttu að vera ársbirgðir af Big Mac. http://www.mbl.is/spurningaleikur/mc-donalds/

Mbl.is var að sjálfsögðu ekki einn miðla um aprílgabbs-hituna hér á landi.

Vísir fékk nokkra áhugasama aðdáendur The Fast and the Furious til að hlaupa apríl alla leið upp á Korputorg þar sem miðillinn sagði að bílarnir úr myndinni yrðu til sýnis. Fréttablaðið tilkynnti lesendum sínum að samlokustaðurinn Joe and the Juice myndi opna í Alþingishúsinu og að þingmenn myndu fá samlokurnar niðurgreiddar. 

Í hádegisfréttum RÚV tilkynnti miðillinn að til stæði að gefa tónlistarsafn hans og hafa þar eflaust margir orðir spenntir að grípa gamla gimsteina en því miður var þar um gabb að ræða.

Héraðsmiðlarnir létu sig ekki vanta í prakkaraskapinn. Eyjafréttir tilkynntu að fjarlægja ætti turninn af Landakirkju og byggja annan turn, jafnháan hinum gamla sem reistur yrði sunnan við kirkjuna. Teikningarnar væri hægt að skoða í safnaðarheimilinu

Á síðu Siglfirðings var fullyrt að svartsvanur væri á Langeyrartjörninni. og Feykir greindi frá því að Bónus myndi opna í gamla barnaskólahúsinu á Sauðárkróki og að fólki biðist að eiga mublur í húsinu sem annars stæði til að henda. Þá sagði  Skessuhorn lesendum sínum að framleiðendur Fast 8 hyggðust kaupa bíla tvöföldu markaðsvirði af bæjarbúum . 

 Sænski miðillinn Fastighets bauð upp á íslenska frétt því hann sagði íslenska auðmanninn Björgólf Thor Björgólfsson hefði keypt Turning Torso turninn í Malmö fyrir 1,5 milljarði sænskra króna. 

Kurteisislegasta aprílgabbið var þó líklega gabb Kringlunnar en starfsmenn hennar settu sektir á bíla. Þegar reiðir gestir komu askvaðandi á þjónustuborðið með miðana á lofti beið þeirra hinsvegar bíómiði í sárabætur fyrir grínið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert