Mansalsmálið: Farbann framlengt

Húsið í Vík í Mýrdal þar sem maðurinn á að …
Húsið í Vík í Mýrdal þar sem maðurinn á að hafa haldið konunum tveimur í kjallara.

Farbann yfir karlmanni sem grunaður er um mansal í Vík í Mýrdal hefur verið framlengt til 25. maí næstkomandi, en úrskurður um það var kveðinn upp hjá Héraðsdómi Suðurlands í dag. Þetta staðfestir Þorgrím­ur Óli  Sig­urðsson aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn á Suður­landi í sam­tali við mbl.is. Fyrri farbannsúrskurður átti að renna út í dag, en með þessu er hann lengdur um tæplega tvo mánuði.

Maður­inn er grunaður um að hafa haldið fólki í vinnuþrælk­un en hann er eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins Vonta In­ternati­onal. Málið komst upp þegar að lög­regla fann tvær kon­ur frá Sri Lanka í kjall­ara húss manns­ins á Vík og hann var í kjöl­farið hand­tek­inn. Nú eru þó sex með stöðu brotaþola í mál­inu, kon­urn­ar tvær og fjór­ir út­lend­ing­ar til viðbót­ar sem störfuðu hjá fyr­ir­tæk­inu.

Maðurinn var fyrst settur í gæsluvarðhald, en sætir nú aðeins farbanni. Þorgrímur segir að í því felist að hann þurfi að tilkynna sig inn reglulega á lögreglustöð þar sem hann láti vita af sér.

Rannsókn málsins er á lokametrunum og Þorgrímur segir að ef allt gangi að óskum megi gera ráð fyrir að hún klárist í næstu viku. Þá fer málið til ákærusviðs, en verður svo sent áfram til embættis héraðssaksóknara til endanlegrar ákvörðunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert