Misþyrmdi sambýliskonu og hótaði lífláti

Maðurinn verður áfram í gæsluvarðhaldi næsta mánuðinn.
Maðurinn verður áfram í gæsluvarðhaldi næsta mánuðinn. mbl.is/RAX

Karlmaður hefur verið ákærður af ríkissaksóknara fyrir frelsissviptingu, líkamsárás, hótanir, kynferðisbrot og stórfelldar ærumeiðingar gegn sambýliskonu sinni. Eru brotin talin geta varðað allt að 16 ára fangelsi. Maðurinn var handtekinn og settur í gæsluvarðhald 7. febrúar, en í vikunni var úrskurðurinn framlengdur til 27. apríl.

Frétt mbl.is: Grunaður um alvarleg brot gegn sambýliskonu sinni

Maðurinn er ákærður fyrir að hafa föstudaginn 5. febrúar svipt sambýliskonu sína frelsi í fjórar klukkustundir á heimili þeirra og ítrekað veist að henni og slegið hana hnefahöggum, rifið í hár hennar. Þá hafi hann skiptað konunni að setjast á stól en svo sparkað honum undan henni svo hún féll á gólfið.

Meðan á þessu stóð er maðurinn sagður hafa hótað konunni ítrekað lífláti og meinað útgöngu af heimilinu.

Þá á maðurinn að hafa tekið myndir af kynfærum hennar og áreitt hana kynferðislega auk þess sem hann þvingaði hana til munnmaka og endaþarmsmaka. Hlaut konan af þessu mar á höfði og víðar auk þess sem jaxl brotnaði.

Þá kom fram við rannsókn málsins að maðurinn og faðir hans reyndu ítrekað að hafa áhrif á framburð konunnar með því að setja sig í samband við hana.

Saksóknari fór fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum vegna almannahagsmuna og alvarleika málsins. Féllst bæði héraðsdómur og Hæstiréttur á það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert