Andlát: Jón Stefánsson

Jón Stefánsson organisti og kórstjóri.
Jón Stefánsson organisti og kórstjóri. mbl.is/Ómar Óskarsson

Jón Stef­áns­son, org­an­isti og kór­stjóri Lang­holts­kirkju í Reykja­vík, lést í dag, 69 ára að aldri.

Jón fædd­ist 5. júlí 1946 í Vog­um í Mý­vatns­sveit. For­eldr­ar hans eru Stefán Sig­fús­son og Jóna Jakobína Jóns­dótt­ir. Sautján ára gam­all var hann ráðinn org­an­isti Lang­holts­kirkju og sinnti því starfi alla ævi.

Jón fagnaði 50 ára starfsaf­mæli sínu árið 2014 en á starfs­ferli sín­um byggði hann upp viðamikið kór­starf með kór­um Lang­holts­kirkju og starfaði enn­frem­ur mikið með börn­um.

Jón var flutt­ur á Land­spít­al­ann í kjöl­far um­ferðarslyss í Hrútaf­irði í nóv­em­ber á síðasta ári en komst aldrei til meðvit­und­ar.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona hans er Ólöf Kol­brún Harðardótt­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert