Jón Stefánsson, organisti og kórstjóri Langholtskirkju í Reykjavík, lést í dag, 69 ára að aldri.
Jón fæddist 5. júlí 1946 í Vogum í Mývatnssveit. Foreldrar hans eru Stefán Sigfússon og Jóna Jakobína Jónsdóttir. Sautján ára gamall var hann ráðinn organisti Langholtskirkju og sinnti því starfi alla ævi.
Jón fagnaði 50 ára starfsafmæli sínu árið 2014 en á starfsferli sínum byggði hann upp viðamikið kórstarf með kórum Langholtskirkju og starfaði ennfremur mikið með börnum.
Jón var fluttur á Landspítalann í kjölfar umferðarslyss í Hrútafirði í nóvember á síðasta ári en komst aldrei til meðvitundar.
Eftirlifandi eiginkona hans er Ólöf Kolbrún Harðardóttir.