Dýrgripir Íslands voru bræddir í Danmörku

Silfurljónin í Rósenborgarhöllinni. Eru þau gerð úr íslensku silfri?
Silfurljónin í Rósenborgarhöllinni. Eru þau gerð úr íslensku silfri?

Af­drif ís­lenskra klaust­ur­gripa, einkum úr silfri eða öðrum góðmálmi, eru nú ljós eft­ir mikla og langa leit. Svo seg­ir Stein­unn J. Kristjáns­dótt­ir forn­leifa­fræðing­ur en hún hef­ur ný­lokið rann­sókn­um á skjöl­um í Kaup­manna­höfn þar sem ís­lenskra klaust­ur­gripa er getið.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Stein­unn að grip­ina sé hvorki að finna í jörðu á Íslandi né á neinu safni. Held­ur hafi þeir flest­ir, ef ekki all­ir, verið flutt­ir til Kaup­manna­hafn­ar og brædd­ir þar í mynt eða aðra gripi. Um þetta sé fjallað í bréfa­bók­um danska kan­selís­ins fyrstu ára­tug­ina eft­ir ís­lensku siðaskipt­in árið 1550.

„Ég er búin að vera í Kaup­manna­höfn að leita að klaust­ur­grip­um og skjöl­um um þá til að reyna að finna út hvað varð af þeim öll­um,“ seg­ir Stein­unn.

„Eft­ir að hafa lesið ógrynni af skjöl­um þá er það fyr­ir al­gjöra til­vilj­un sem ég rekst á þetta. Ég hafði í raun bara verið að skoða ís­lensk skjöl en hugsaði með mér að fyr­ir Dani hlyti þetta bara að vera inn­an­rík­is­mál.

Svo ég ákvað að kíkja, eig­in­lega fyr­ir rælni, í dansk­ar bréfa­bæk­ur. Og ég bara finn þetta – all­ir klaust­ur­grip­irn­ir voru flutt­ir til Kaup­manna­hafn­ar og í al­veg gríðarlegu magni. Ég bara trúi ekki að Íslend­ing­ar hafi átt svona mikið silf­ur, þetta hlýt­ur að vera vík­inga­ald­arsilf­ur líka. Miðað við lýs­ing­arn­ar í skjöl­un­um þá var þetta ferð eft­ir ferð með ís­lenska gripi suður til Dan­merk­ur.“

Steinunn stjórnaði uppgreftri á Skriðuklaustri í Fljótsdal í nærri áratug.
Stein­unn stjórnaði upp­greftri á Skriðuk­laustri í Fljóts­dal í nærri ára­tug. mbl.is/​Helgi Bjarna­son

Glundroði og upp­lausn á Íslandi

Hún seg­ir að heilu skips­farm­arn­ir af silfri hafi þannig verið flutt­ir utan, og raun­ar lýsi líka, en einnig grip­ir úr gulli, til dæm­is kal­eik­ar, patín­ur, og svo jarðabæk­ur og aðrir grip­ir. Virðist út­flutn­ing­ur­inn hafa staðið yfir á ár­un­um 1555 til 1570 en ljúka svo skyndi­lega.

Farm­arn­ir séu svo marg­ir að erfitt sé að ímynda sér að svo mikið silf­ur hafi ein­hvern tíma verið til á Íslandi. Við lest­ur bréf­anna megi enn frem­ur glöggt sjá að al­gjör glundroði og upp­lausn ríkti í stjórn­lausu land­inu á þess­um tíma, þegar menn kon­ungs létu greip­ar sópa. Þá hafi jafn­vel sjó­ræn­ingj­ar komið að landi og reynt að kom­ast yfir hluta góss­ins.

„Það er tvisvar sinn­um minnst á sjó­ræn­ingja­skip þar sem þau herja á Ísland en Dana­kon­ung­ur stöðvar það, lík­lega því hann sjálf­ur vildi kom­ast yfir silfrið, frek­ar en að verja fólkið. Að minnsta kosti upp­lifi ég það þannig við lest­ur skjal­anna.“

Af þeim megi einnig ráða að fólki hafi verið refsað fyr­ir að halda eft­ir grip­um sem full­trú­ar kon­ungs vildu að færu til Dan­merk­ur. Þessi mynd hér að neðan er til dæm­is af líkn­eski frá Skriðuk­laustri sem fannst í vegg fjár­húss í ná­grenn­inu, eins og því hafi verið komið und­an.

Maríulíkneski sem talið er að hafi verið í Skriðuklaustri og …
Maríu­líkn­eski sem talið er að hafi verið í Skriðuk­laustri og fannst í vegg fjár­húss.

Allt gjör­sam­lega hreinsað í burtu

Stein­unn seg­ir að sér finn­ist þetta vera ótrú­leg upp­götv­un.

„Ég trúi ekki að ég hafi fundið þessi skjöl og að þetta hafi verið svona. En þetta stend­ur þarna svart á hvítu. Og við skoðun eldri heim­ilda og verka fyrstu sagn­fræðing­ana hér á landi, upp úr 1900, þá má sjá að til dæm­is Páll Eggert Ólason not­ar þessi skjöl og seg­ir þetta – að á Íslandi hafi allt gjör­sam­lega verið hreinsað í burtu. En síðan virðast fræðimenn hætta að nota þau og vitna ekk­ert í þau. Ég var að minnsta kosti ekki fyrst til að finna þetta.“

Þrjú ljón „steypt úr inn­fluttu silfri“

„Ég rauk svo út í Ró­sen­borg­ar­höll, sem Dana­kon­ung­ur byggði upp úr 1600, því þar er minja­safn dönsku krún­unn­ar. Þar er nátt­úru­lega bara allt silfrið, þar á meðal þrjú ljón í fullri stærð, sem sögð eru hafa verið steypt úr inn­fluttu silfri í kring­um 1600.

Það er því ef til vill satt sem nó­b­el­skáldið sagði í Íslands­klukk­unni, að Kaup­manna­höfn hafi verið byggð fyr­ir ís­lenska pen­inga og lýst upp með ís­lensk­um grút. Ég hef aldrei skilið hvað hann meinti bein­lín­is, fyrr en nú.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert