Finnst Júlíus stíga merkilegt skref

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Mér finnst hann stíga mjög merkilegt skref, sem getur skipt máli í íslenskri pólitík og íslenskri stjórnmálamenningu sem fordæmi,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, um afsögn Júlíusar Vífils Ingvarssonar sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

„Eftir það stendur það verkefni okkar að skoða þessi mál," sagði Dagur. 

Hann tók einnig undir ábendingar Júlíusar varðandi það að bæta þurfi hagsmunaskráningar borgarfulltrúa.

„Ég vil ítreka þakkir til Júlíusar fyrir samstarfið og hans störf. Ég vil líka þakka forsætisnefnd fyrir að setja skoðun þessarar mála í traustan og góðan farveg.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka