„Nóg“

00:00
00:00

Þegar fy­rstu mót­m­ælend­urnir fóru að slá í olí­utunnur fy­r­ir utan Alþing­is­húsið steig hver stjórnarandstöðuþing­maðurinn á fæt­ur orðum í pontu í þing­sal og krafðist afsagnar fors­æt­is­ráðherra. Á meðan sat hann í ráðherras­æti sínu og kr­otaði á blað. Hann fór svo að sva­ra þing­m­önnunum úr ræðust­óli, rey­ndi að skýra mál sitt. 

Fy­r­ir utan mögnuðust mót­m­ælin. Þúsundir áttu eftir að koma saman á Aust­u­r­velli, líta til þing­hússins mikið niðri fy­r­ir og krefj­ast þess að Sigm­undur Davíð Gunn­la­u­gsson færi frá völdum.

„Nóg“ stóð m.a. á skiltum mót­m­ælenda sem voru á bilinu 8-22 þúsund, eftir því hv­ort lögregl­an eða ski­p­u­legg­j­endur mót­m­ælanna voru spurðir. Eitt er víst: Þarna var saman kominn fjölm­ennur hó­p­ur fólks sem ætlaði ekki að láta bjóða sér leng­ur að í stóli fors­æt­is­ráðherra sæti maður sem ætti í gegnum eig­in­k­onu sína peninga í þekktu skattaskjóli.

Ýmsu var kastað í átt að þing­hús­inu, ma­t­vælum og pappír. Lan­g­f­lestir létu þó hróp duga til að lýsa skoðun sinni á Sigm­undi og ríkisst­jórn hans.  Samstaðan var au­gl­jós.

Á meðfy­lgj­andi my­ndsk­eiði, sem tekið er bæði inn­an þing­hússins og utan í gær, má sjá hvernig dag­u­rinn þróaðist, hvernig fó­lkið hóf að safnast saman, hvernig það mót­m­ælti og af hver­ju - og hvað ráðherrann Sigm­undur Davíð var að gera inni í þing­hús­inu á meðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert