Merkingum á brottfararhliðum á Keflavíkurflugvelli breytt

Þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar gerir ráð fyrir nýjum brottfararhliðum til austurs og …
Þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar gerir ráð fyrir nýjum brottfararhliðum til austurs og vesturs frá norðurbyggingu. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Breyt­ing­ar verða gerðar á merk­ing­um brott­far­ar­hliða á Kefla­vík­ur­flug­velli  í kvöld og verða hliðin frá og með morg­un­deg­in­um aðgreind með lit og bók­staf eft­ir því í hvaða hluta flug­stöðvar­inn­ar þau eru, sem og hvort þau eru fyr­ir flug til áfangastaða inn­an eða utan Schengen svæðis­ins.

Í  frétta­til­kynn­ingu frá Isa­via kem­ur fram að und­an­farið hafi verið unnið að breyt­ing­um á skilt­um og leiðbein­ing­ar­kerfi flug­vall­ar­ins í heild. En mark­mið breyt­ing­anna er að auðvelda farþegum að kom­ast leiðar sinn­ar inn­an flug­stöðvar­inn­ar. Hef­ur Isa­via notið ráðgjaf­ar frá danska fyr­ir­tæk­inu Triagonal við vinn­una, en Triagonal hef­ur mikla reynslu af hönn­un upp­lýs­inga­skilta­kerfa m.a. fyr­ir flug­velli, lest­ar­stöðvar og sjúkra­hús.

Leiðbein­inga­kerfið er hugsað til framtíðar og seg­ir í til­kynn­ing­unni að það muni falla vel að framtíðar­upp­bygg­ingu sam­kvæmt þró­un­ar­áætl­un Kefla­vík­ur­flug­vall­ar.

Þró­un­ar­áætl­un Kefla­vík­ur­flug­vall­ar ger­ir ráð fyr­ir nýj­um brott­far­ar­hliðum til aust­urs og vest­urs frá norður­bygg­ingu. Þau nýju hlið munu í framtíðinni vera merkt A og B og hliðin í suður­hluta flug­stöðvar­inn­ar bera bók­staf­ina C og D.  Hliðin sem hafa bók­staf­ina A og C eru fyr­ir áfangastaði inn­an Schengen svæðis­ins en þau sem hafa bók­staf­inn D eru fyr­ir áfangastaði utan Schengen.

Hliðin sem hafa bókstafina A og C eru fyrir áfangastaði …
Hliðin sem hafa bók­staf­ina A og C eru fyr­ir áfangastaði inn­an Schengen svæðis­ins en þau sem hafa bók­staf­inn D eru fyr­ir áfangastaði utan Schengen.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert