Hættir Þorgrímur við?

Þorgrímur Þráinsson segir að áhugi sinn á forseta embættinu hafi …
Þorgrímur Þráinsson segir að áhugi sinn á forseta embættinu hafi farið minnkandi. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Þorgrím­ur Þrá­ins­son, rit­höf­und­ur og for­setafram­bjóðandi, seg­ir í aðsendri grein sem birt­ist í Morg­un­blaðinu í morg­un að áhug­inn hans á for­seta­embætt­inu fari dvín­andi.

„Brátt eru liðnir fimm mánuðir frá því ég var spurður, al­gjör­lega óvænt, hvort ég hefði hugsað mér að sækj­ast eft­ir því að verða næsti for­seti Íslands. Af heiðarleika og hrein­skilni svaraði ég ját­andi. Á síðustu vik­um hef­ur áhug­inn á embætt­inu fjarað út, af marg­vís­leg­um ástæðum,“ seg­ir Þorgrím­ur í grein sinni.

Í júní, þegar for­seta­kosn­ing­arn­ar fara fram, standi hug­ur hans fyrst og fremst til að leggja sitt af mörk­um til að Ísland standi sig sem best á EM í Frakklandi. „Þar fyr­ir utan vil ég halda áfram að skrifa barna­bæk­ur og gera mitt besta til að hreyfa við þúsund­um ung­menna“.

Galið að for­seti geti verið kos­inn með inn­an við 15% at­kvæða

Þorgrím­ur skrif­ar að hann hafi full­an skiln­ing á því að fólk eigi al­mennt erfitt með að sjá ein­hvern feta í fót­spor Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar í embætti for­seta Ísland. „Afstaða fólks til embætt­is­ins hef­ur mót­ast á þeim 20 árum sem Ólaf­ur hef­ur starfað sem for­seti og þess vegna mun umræðan fram að kosn­ing­um án efa lit­ast af því hvaða sýn menn hafa á störf nú­ver­andi for­seta.“

Sjálf­ur sé hann sömu skoðunar og Vig­dís Finn­boga­dótt­ir. „Að for­seti Íslands eigi að hafa sem minnst póli­tísk af­skipti, nema þau sem stjórn­ar­skrá­in kveður á um. Og mál­skots­rétt­ur­inn ætti fyrst og síðast að vera í hönd­um fólks­ins í land­inu. Þar fyr­ir utan er galið að næsti for­seti þjóðar­inn­ar verði hugs­an­lega kos­inn með inn­an við 15% at­kvæði. Því þarf að breyta.“

Þorgrím­ur seg­ir því næst að hann sé þeirr­ar skoðunar að for­set­inn eigi að vera þjónn þjóðar­inn­ar og gera sitt besta til að bæta sam­fé­lagið með marg­vís­leg­um hætti án þess að blása í her­lúðra. „Mann­gæska er málið og það er göf­ug­ast að ýta góðum mál­efn­um úr vör án þess að nokk­ur hafi hug­mynd um hvaðan þau eru sprott­in,“ seg­ir í grein Þorgríms sem fjall­ar því næst um það sem bet­ur mætti fara í umönn­un yngstu og elstu kyn­slóðanna, áður en hann klikk­ir út með orðunum:

„Og ég er þeirr­ar skoðunar að áður en kem­ur til aðgerða stjórn­valda, á hvaða vett­vangi sem er, eigi alltaf að spyrja: Hver er hag­ur al­menn­ings? Hann á alltaf að vera í fyrsta sæti.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert