Þekkir ekki eignarhald á höfuðstöðvum

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Styrmir Kári

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segist ekki vita hverjir séu eigendur sjálfseignarfélaganna Fjalars og Fjölnis, sem eiga tæp 82% í Alþýðuhúsinu ehf., sem aftur er eigandi skrifstofuhúsnæðis Samfylkingarinnar að Hallveigarstíg 1 í Reykjavík ásamt þremur einkahlutafélögum og Sigfúsarsjóði.

Fram kom í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu á föstudag að Fjalar og Fjölnir eru skráð með erlendar kennitölur og heimili „í öðrum löndum“. Þá fengust þær upplýsingar hjá Ríkisskattstjóra að félögin fyndust ekki í skrám embættisins.

„Ég þekki það ekki nokkurn skapaðan hlut,“ segir Árni Páll, spurður út í eignarhaldið á sjálfseignarfélögunum. Að sögn hans leigir Samfylkingin skrifstofuaðstöðuna en að öðru leyti þekki hann ekki til málsins. Aðspurður segir Árni Páll að það komi sér á óvart að félögin séu skráð með kennitölu í öðrum löndum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert