Hvar er best að búa?

Reykjavík.
Reykjavík.

Viðskiptaráð hefur opnað nýjan örvef þar sem fólk getur borið saman kostnaðinn við að búa í mismunandi sveitarfélögum.

Á vefnum getur fólk sett inn upplýsingar um sínar eigin forsendur út frá búsetu, fjölskyldusamsetningu, launatekjum og stærð húsnæðis.

Hægt er að sjá yfirlit yfir skatta, gjöld og skuldir sveitarfélaganna. Einnig er hægt að bera niðurstöðurnar saman við landsmeðaltal og stilla upp samanburði á milli ákveðinna sveitarfélaga, að því er kemur fram í tilkynningu frá Viðskiptaráði.

Þar segir að með opnum vefsins vilji Viðskiptaráð auka gagnsæi um skattheimtu, gjöld og skuldsetningu á sveitarstjórnarsviði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert