Salmónella greindist í kryddi

Salmonella enteritidis hefur greinst í vörunni.
Salmonella enteritidis hefur greinst í vörunni.

Matvælastofnun hefur látið matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur vita að borist hafi tilkynning í gegnum hraðviðvörunarkerfi Evrópusambandsins fyrir matvæli og fóður (RASFF) um innköllun á möluðu cumin kryddi frá Indlandi þar sem Salmonella enteritidis eða salmónella greindist í vörunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

Hefur verið ákveðið að innkalla vöruna frá neytendum en eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:

Vöruheiti: Ground cumin – Jeera powder.

Lotunúmer: P353340.

Best fyrir: 31. desember 2017.
Nettóþyngd: 100 g.

Framleiðsluland: Indland.                        

Dreifing: Verslanir Eir ehf. Bíldshöfða 16 og Laugavegi 116 (Mai Thai), verslun Vietnam Market, Suðurlandsbraut 6.

Viðskiptavinum sem hafa keypt vörurnar í framangreindum verslunum er bent á að neyta þeirra ekki og farga eða skila þeim í viðkomandi verslun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert