„Við elskum að vera hérna“

Ljósmynd úr einkasafni

„Eina sem við vilj­um er ró og friður og að börn­in okk­ar eigi ör­ugga framtíð. Við höf­um ekki beðið um neina hjálp frá fé­lagsþjón­ustu, við vilj­um borga til baka til sam­fé­lags­ins og ekki vera byrði. Við erum ennþá ung og get­um hafið nýtt líf.“

Þetta seg­ir Ir­ina Sei­bel en hún og fjöl­skylda henn­ar verða nú send til Frakk­lands á næstu vik­um en hæl­is­um­sókn þeirra var ekki tek­in til meðferðar hjá Útlend­inga­stofn­un. Fólkið kem­ur frá Úsbekist­an en þau flúðu heimalandið eft­ir að hafa orðið fyr­ir trú­arof­sókn­um.

For­saga máls­ins er sú að fjöl­skyld­an fór í sendi­ráð Frakk­lands í Úsbekist­an og sótti þar um vega­bréfs­árit­un til Íslands en franska sendi­ráðið sér um mál Íslands í Úsbekist­an. Fjöl­skyld­an gat þá fram­vísað svo­kölluðu boðsbréfi til Íslands frá ís­lenskri ferðaskrif­stofu sem sýndi að þau hefðu keypt sér flug­miða til Íslands og borgað þar fyr­ir gist­ingu. Sendi­ráðið af­greiðir vega­bréfs­árit­un­ina, fjöl­skyld­an fer til Íslands, og sæk­ir hér um hæli en um­sókn þeirra var ekki tek­in til meðferðar. Að sögn lög­manns fjöl­skyld­unn­ar, Helgu Völu Helga­dótt­ur, var það vegna þess að ís­lensk stjórn­völd litu svo á að fjöl­skyld­unni hefði verið veitt vega­bréfs­árit­un til Frakk­lands og þess vegna var um­sókn þeirra ekki tek­in til meðferðar.

Helga Vala seg­ir úr­sk­urð ís­lenskra yf­ir­valda á skjön við Dyflin­ar­reglu­gerðina. „Sam­kvæmt henni er það ríkið sem veit­ir vega­bréfs­árit­un sem ber ábyrgð á hæl­is­um­sókn nema ef ríkið er að gera það fyr­ir hönd ann­ars rík­is rétt eins og í þessu til­viki,“ seg­ir Helga Vala.

Að sögn Helgu Völu var reynt að ná sam­bandi við sendi­ráð Frakk­lands í Úsbekist­an til að sanna að þeim hafi verið veitt vega­bréfs­árit­un til Íslands án ár­ang­urs. „Það svaraði eng­inn okk­ur,“ seg­ir Helga og bæt­ir við að málið sé án efa sér­stakt og reyni gíf­ur­lega á Dyfl­inn­ar­reglu­gerðina.

Ir­ina og maður henn­ar, Vla­dimir, eiga þrjú börn og ganga þau öll í Ak­ur­skóla í Innri-Njarðvík. Börn­in skilja nú ís­lensku, hafa eign­ast vini og stunda tóm­stund­ir. Þegar að fjöl­skyld­unni verður vísað úr landi þurfa þau að fara til Frakk­lands og að sögn Ir­inu er sú til­hugs­un skelfi­leg vegna óviss­unn­ar sem rík­ir í mál­efn­um flótta­manna og hæl­is­leit­enda í land­inu.

Hún seg­ir að hún og maður henn­ar hafi mik­inn áhuga á því að fá vinnu á Íslandi. En vegna óviss­unn­ar síðustu mánuði var erfitt að skuld­binda sig og erfitt að finna starf. Þeim var þó boðin störf, henni í þvotta­húsi og hon­um í bygg­inga­vinnu en vegna skorts á leyf­um gátu þau ekki þegið störf­in.

Að sögn Ir­ina finnst fjöl­skyld­unni mjög gott að vera á Íslandi. „Við elsk­um að vera hérna, við erum að læra ís­lensku og erum byrjuð að skilja tungu­málið aðeins. Við vild­um fara að skipu­leggja framtíðina, finna vinnu, kaupa okk­ur lítið hús og jafn­vel opna rúss­neskt kaffi­hús. En það breytt­ist allt þegar að lok­aniðurstaða kom í málið. Eina sem við vilj­um er að lifa í friði og ró,“ seg­ir Ir­ina.

„Marg­ir halda að við lít­um á Ísland sem bara tíma­bundið heim­ili og að við vilj­um fara til Banda­ríkj­anna eða Kan­ada en það er ekki þannig. Við vilj­um bara vera hér.“

Irina og Vladimir eru ánægð í Njarðvík.
Ir­ina og Vla­dimir eru ánægð í Njarðvík. Ljós­mynd úr einka­safni

Fyrri frétt mbl.is: „Hér göng­um við frjáls úti á götu“

Börnin eru ánægði í Akurskóla og eru búin að læra …
Börn­in eru ánægði í Ak­ur­skóla og eru búin að læra ís­lensku. Ljós­mynd úr einka­safni
Milina æfir körfubolta með Njarðvík.
Mil­ina æfir körfu­bolta með Njarðvík. Ljós­mynd úr einka­safni
Börn­in hjónanna, hin níu ára gamla Mil­ina og tví­bur­arn­ir Sam­ir …
Börn­in hjón­anna, hin níu ára gamla Mil­ina og tví­bur­arn­ir Sam­ir og Kemal sem eru sex ára, Ljós­mynd úr einka­safni
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert