Sverja af sér tengsl við eigendur

Samfylkingin er á Hallveigarstíg 1.
Samfylkingin er á Hallveigarstíg 1. mbl.is/Styrmir Kári

Kristján Guy Burgess, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, segir að engin tengsl séu á milli Samfylkingarinnar og þeirra Óttars Yngvasonar, Péturs Jónssonar og Ásgeirs Guðmundar Jóhannessonar, eigenda félaganna Fjalars og Fjölnis, sem eru skráð með erlendar kennitölur og heimili í „öðrum löndum“.

Fjalar og Fjölnir eiga 82% hlut í Alþýðuhúsi Reykjavíkur ehf. sem ásamt Sigfúsarsjóði á 393 fermetra hæð á Hallveigarstíg 1 sem er aðsetur höfuðstöðva Samfylkingarinnar. Samfylkingin leigir húsnæðið.

„Eigendur húsnæðisins eru sjálfstæðir lögaðilar sem eru óháðir og ótengdir Samfylkingunni. Þeir eru ekki né hafa verið partur af samstæðu Samfylkingarinnar. Flokkurinn hefur engin áhrif á stjórn eða framkvæmdastjórn félaganna tveggja. Samfylkingin hefur hvorki innsýn í eignarhald né fjármál þeirra, né neins konar boðvald yfir þeim,“ segir m.a. í svari Kristjáns við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert