Fimm manns sitja í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á stórfelldum skattalaga- og bókhaldsbrotum í starfsemi verktakafyrirtækja í byggingariðnaði.
Þetta kemur fram í frétt Rúv.
Alls voru í níu handteknir á þriðjudaginn og tóku 40 manns frá fjórum embættum þátt í aðgerðunum.
Húsleitirnar voru gerðar á 11 stöðum á suðvesturhorninu. Lagt var hald á bókhaldsgögn og reiðufé. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari staðfesti þetta við Rúv.
Upphaf aðgerðanna má rekja til rannsóknar embættis Skattrannsóknarstjóra á ætluðum skattalagabrotum fyrirtækja í byggingariðnaði.