Ræða samvinnu „umbótaaflanna“

Málshefjendur og fundarstjóri, Magnús Orri Schram.
Málshefjendur og fundarstjóri, Magnús Orri Schram. Skjáskot/Facebook síða fundarins

Hóp­ur þátt­tak­enda á vinstri væng ís­lenskra stjórn­mála mun taka þátt í opn­um fundi í Iðnó nk. laug­ar­dag kl. 12:30 þar sem rætt verður um hugs­an­leg­an sam­vinnu­grund­völl um­bóta­afla á næsta kjör­tíma­bili.

Máls­hefjend­ur sem aug­lýst­ur eru koma úr röðum Sam­fylk­ing­ar, Vinstri grænna, Pírata, Bjartr­ar framtíðar og Hreyf­ing­ar­inn­ar og er fund­ar­stjóri Magnús Orri Schram.Þau eru sem fylg­ir: Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri, Helgi Hrafn Gunn­ars­son þingmaður, Ilm­ur Kristjáns­dótt­ir borg­ar­full­trúi, Mar­grét Tryggva­dótt­ir fyrr­ver­andi þingmaður og Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir varaþingmaður.

Face­book síða fund­ar­ins

Iðnó, með alþingishúsið í bakgrunni.
Iðnó, með alþing­is­húsið í bak­grunni.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka