Ræða samvinnu „umbótaaflanna“

Málshefjendur og fundarstjóri, Magnús Orri Schram.
Málshefjendur og fundarstjóri, Magnús Orri Schram. Skjáskot/Facebook síða fundarins

Hópur þátttakenda á vinstri væng íslenskra stjórnmála mun taka þátt í opnum fundi í Iðnó nk. laugardag kl. 12:30 þar sem rætt verður um hugsanlegan samvinnugrundvöll umbótaafla á næsta kjörtímabili.

Málshefjendur sem auglýstur eru koma úr röðum Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata, Bjartrar framtíðar og Hreyfingarinnar og er fundarstjóri Magnús Orri Schram.Þau eru sem fylgir: Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður, Ilmur Kristjánsdóttir borgarfulltrúi, Margrét Tryggvadóttir fyrrverandi þingmaður og Rósa Björk Brynjólfsdóttir varaþingmaður.

Facebook síða fundarins

Iðnó, með alþingishúsið í bakgrunni.
Iðnó, með alþingishúsið í bakgrunni.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert