Tengist ekki framboði Magnúsar

Magnús Orri Schram
Magnús Orri Schram Þorvaldur Örn Kristmundsson

Fund­ur þátt­tak­anda á vinstri væng ís­lenskra stjórn­mála sem hald­inn er að frum­kvæði Magnús­ar Orra Schram teng­ist ekki fram­boði hans til for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Máls­hefjend­ur eru með þátt­töku sinni ekki að lýsa stuðningi við Magnús.

Þetta seg­ir Magnús Orri í sam­tali við mbl.is en á fund­in­um verður rætt um mögu­lega sam­vinnu á næsta kjör­tíma­bil og hver næstu skref gætu orðið.

„Þessi hug­mynd kviknaði hjá mér, að það væri kannski gott að byrja á því að tala sam­an og sjá hvort það væri flöt­ur á sam­vinnu og hvers kon­ar sam­vinnu. Sam­talið er besta upp­hafið og orðið er til alls fyrst. Það var nú bara hug­mynd­in. Þessi fund­ur teng­ist ekki for­manns­fram­boði sem slíku,“ seg­ir Magnús Orri.

Frétt mbl.is: Ræða sam­vinnu „um­bóta­afl­anna“

„Það er gríðarleg deigla í gangi hjá þessu fólki sem starfar inn­an þess­ara flokka. Við erum búin að sjá það í þing­inu að þau hafa talað ein­um rómi. Við hljót­um því að velta því fyr­ir okk­ur að taka þetta eitt­hvað áfram. Það er hug­mynd­in með þess­um fundi, byrja bara að spjalla. Það verða stutt­ar fram­sög­ur frá hverju og einu og svo ætl­um við að byrja sam­talið,“ seg­ir hann einnig.

Teng­ist þetta fram­boði þínu til for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar?

„Nei. Þetta er í anda þeirra stjórn­mála sem ég vil reka. Þetta er í anda þess að við eig­um frek­ar að horfa á verk­efn­in en flokk­ana eða egó­in. Það skipt­ir miklu meira máli,“ seg­ir Magnús.

Máls­hefjend­ur koma úr röðum Sam­fylk­ing­ar, Vinstri grænna, Pírata, Bjartr­ar framtíðar og Hreyf­ing­ar­inn­ar og er fund­ar­stjóri Magnús Orri Schram.Þau eru sem fylg­ir: Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri, Helgi Hrafn Gunn­ars­son þingmaður, Ilm­ur Kristjáns­dótt­ir borg­ar­full­trúi, Mar­grét Tryggva­dótt­ir fyrr­ver­andi þingmaður og Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir varaþingmaður.

Hvert og eitt verður með stutta fram­sögu út frá spurn­ing­unni „Eig­um við að vinna sam­an?“ og því næst verða umræður.

Frétt mbl.is: Magnús Orri býður sig fram 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka